Nína Birna Þórsdóttir

Ráðgjafi hjá mannauðslausnum
Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að sækja um starf hjá Advania.

Hæ Nína! Hvernig hefur dagurinn þinn verið?

Dagurinn byrjaði mjög vel með morgunæfingu í Advania-ræktinni 😉 Vinnudagurinn sjálfur hefur verið blanda af fjölbreyttri aðstoð við notendur H3 launakerfis og Bakvarðar tímavörslukerfis okkar í mannauðslausnum.

Hvenær byrjaðir þú hjá Advania?

Ég hóf störf hjá Advania í september 2020. Var mjög þakklát fyrir að ná einum mánuði á staðnum til að kynnast samstarfsfólki mínu áður en við vorum send heim í haustbylgjunni 2020.

Hvað gerið þið sem starfið við þjónustu og ráðgjöf hjá mannauðslausnum Advania?

Sem ráðgjafi þjónusta ég viðskiptavini með minni og stærri beiðnir. Þjónustan getur verið allt frá kennslu á kerfin, búa til kennsluefni, stuðningur við að framfylgja breyttum kjarasamningum, skýrslugerð, afstemmingar, og innleiðingar kerfanna með nýjum viðskiptavinum. Við höfum öll okkar sterku hliðar og leitumst stöðugt við að miðla þekkingu okkar á milli. Samvinna og sameiginleg umræða um úrlausn mála einkennir okkar hóp. Það skiptir máli að hafa ástríðu fyrir því sem maður gerir og gera hlutina vel sem ég tel okkur ráðgjafana í mannauðslausnum hafa. Við tökum samtalið og virkjum kraftinn í hvert öðru í gegnum þá miklu þekkingu sem liggur í hópnum.

Utan þjónustu tökum við ráðgjafar þátt í prófunum áður en nýjar uppfærslur eru gefnar út, því við erum jú í beinum tengslum við viðskiptavinina og því oft með góða innsýn yfir virkni og hegðun.

Launa- og mannauðsmálin er það sem stendur starfsfólki næst og því skiptir gríðarlega miklu máli að eiga góð samskipti við viðskiptavini, hlusta á þá og vinna svo með málin áfram.

Hver er bakgrunnur þinn?

Áður en ég kom yfir til Advania starfaði ég sem launafulltrúi í ferðaþjónustunni. Þar áður kláraði ég BS í viðskiptafræði og MS í þjónustustjórnun í Háskóla Íslands. Einnig bý ég að því að hafa lært Heilsunuddarann í FÁ og starfaði sem slíkur um tíma.

Hvernig hefur námið nýst þér í vinnu?

Rekstrar- og bókhaldsgrunnurinn úr viðskiptafræðinni ásamt þjónustu- og mannauðsvinklinum úr þjónustustjórnuninni hefur gefið mér góðan grunn til að byggja ofan á í mínum störfum.

Hvernig ganga samtöl við viðskiptavini?

Við eigum gott samtal við viðskiptavini okkar sem langflestir eru stjórnendur og/eða starfa á mannauðssviðum sinna fyrirtækja. Notendur kerfanna eru frá því að vera að stíga sín fyrstu skref í starfi upp í að hafa áratuga reynslu í kerfum okkar. Þeirra hugmyndir og ábendingar eru svo mikilsmetnar við þróun kerfanna sem tekur mið af óskum og þörfum viðskiptavina okkar.

Hvað leiddi til þig Advania?

Fyrrum samstarfskona mín hvatti mig til að sækja um lausa stöðu hjá mannauðslausnum Advania, þar sem ég hef áður unnið sem launafulltrúi og notandi kerfanna. Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að sækja um starf hjá Advania.

Hvernig myndir þú lýsa vinnustaðnum Advania?

Bjartur vinnustaður, með frábært mötuneyti, gullfallegt útsýni yfir Esju og Akrafjall og með langbesta starfsfólkinu.

Eigum við samleið?

Sjáðu laus störf hjá Advania

Sjá störf