Afgreiðslu- og verslunarlausnir

Hjá okkur finnur þú heildstæðar verslunar- og afgreiðslulausnir sem ná til allra þátta í verslunarrekstri, allt frá afgreiðslu- og birgðahaldi yfir í vildarkerfi og skýrslugerð.

afgreiðum þetta saman

Góðar lausnir gera viðskiptavini ánægða

Vélbúnaður

Réttur búnaður stuðlar að öruggum rekstri. Advania býður upp á vélbúnað fyrir verslunarrekstur svo sem snjalltækjalausnir og kassakerfi frá NCR, Zebra, EPSON, Datalogic og fleiri.

Hugbúnaður

Hvort sem þú rekur verslun eða veitingastað, ert með umfangsmikinn eða einfaldan rekstur, þá erum við með hugbúnaðinn fyrir þig. Lausnir frá LS Retail og Microsoft og fleiri.

Þjónustan

Við stuðlum að öruggum rekstri á þínum afgreiðslukerfum og lágmörkum óvæntar uppákomur. Nýttu þér áratugareynslu okkar og þekkingu.

Sjálfsafgreiðslulausnir

Advania hefur frá upphafi stuðlað að sjálfsafgreiðsluvæðingu á íslenskum neytendamarkaði. Svo sem í smávöruverslunum, bönkum og ferðaþjónustu. Við bjóðum upp á allt sem þarf fyrir sjálfsafgreiðslu. Allt frá snertiskjáum og skönnum, til vigta og sjálfsafgreiðslukassa.

Sjáðu nánar

Vegferð Byko að sjálfsafgreiðslu

Vörulistaappið Cata

Cata einfaldar vinnu sölumanna sem eru á ferðinni. Hafðu heildaryfirlit yfir vörur á reiðum höndum og taktu niður nákvæmar pantanir á staðnum. Lausnin virkar bæði með og án nettengingar.

Stafræn verslun

Hvort sem það eru rafrænir hillumiðar, tínslulausn fyrir vefverslanir, handtölvulausnir eða aðrar sérlausnir geturu verið viss um að fá að hjá okkur. Allt til að tæknivæða reksturinn þinn.

Happy or not

Lausn sem mælir ánægju viðskiptavina og  hjálpar til við að greina sveiflur í þjónustu niður á hvern klukkutíma dagsins. Engar snúrur, enginn hugbúnaður og ekkert umstang, bara einföld yfirsýn yfir ánægju viðskiptavina.

Vélbúnaður

Afgreiðslu- og kassakerfi, rafrænir hillumiðar, strikamerkjalesarar, peningaskúffur eða snertiskjáir. Við græjum þinn vinnustað upp með vélbúnaði frá stærstu og virtustu framleiðendum heims:

  • NCR
  • EPSON
  • Zebra
  • Datalogic
  • Newland
  • International Cash Drawer
  • ELO Touch

Fréttir og fróðleikur

Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um afgreiðslulausnir? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.