Microsoft Dynamics 365 Finance var áður kallað AX og er alhliða viðskiptakerfi fyrir fyrirtæki sem þurfa öflugt og sveigjanlegt umhverfi. Lausnin hentar sérstaklega stórum fyrirtækjum sem starfa við framleiðslu, sölu og/eða þjónustu og eru með starfsemi í mörgum löndum.

 

Á einum stað í skýinu

Dynamics 365 Finance er huti af vegferð Microsoft til að gera fyrirtækjum kleift að tengja saman og virkja viðskiptaeiningar saman í skýinu.  Lausnin sameinar Dynamics ERP og CRM í einni skýjaþjónustu með lausnarmiðuðum kerfishlutum. 365 Finance heldur utan um helstu grundvallar hlutverk fyrirtækja í rekstri. Svo sem sölu, mannauð, markaðssetningu, þjónustu við viðskiptavini og fleira. 

 • Sérsniðnir reikningar og yfirlit i Office 365
 • Minni rekstrarkostnaður
 • Sjálfvirk reikningagerð sem hentar áskriftarþjónustum

Tengingar við helstu kerfi

Microsoft Dynamics 365 Finance býður upp alhliða samþættingu við Office 365 og tengir þannig saman á auðveldan hátt gagnaskipulag og ferla. Einnig tengist Dynamics 365 hugbúnaði eins og SharePoint, Office og Skype for Business.  Lausnin notar gagnagreind á borð við Power BI, Cortana Intelligence Suite og Azure IoT, sem aðstoðar fyrirtæki við að jafna samkeppni, ásamt því að auka hraða og skilvirkni í viðskiptum. 

Alþjóðlegt og aðgengilegt

Dynamics 365 Finance sameinar daglegan rekstur og fjárhag í einum öruggum gagnagrunni sem er einfaldur í notkun. Hraði viðskipta í alþjóðlegu umhverfi er mikill, til að fyrirtæki geti verið í fremstu röð þurfa þau að vera með fulla stjórn á verkefnum sínum og fjárhagsgögnum í rauntíma. Nauðsynlegt er að hafa góða yfirsýn yfir alla þætti reksturins.  Með Dynamics 365 Finance færðu þau tól sem þú þarfnast til að ná hámarks árangri í alþjóðaviðskiptum. 

 • Sveigjanlegt og aðlagar sig hratt að nýjum kröfum
 • 42 tungumál og reglugerðir 37 landa eru innbyggð í kerfið

Viðbætur frá Advania

1
4

Öflug tenging er á milli tollkerfisins og annarra Microsoft Dynamics 365 kerfa. Þetta þýðir að ekki þarf að tvískrá upplýsingar. Þessi eining er notuð við tollfgreiðslu á innflutningi.

 • Tollafgreiðsla - EDI(SMT-skeyti)
 • Bókun á innkaupareikningum, tollum, tollgjöldum og flutningskostnaði
 • Birgðafærslur með réttu kostnaðarveðmæti

Innheimtukerfið tengist öllum helstu bankastofnunum landsins og færir bankastarfsemina nær notandanum.

 • Kröfur eru sendar og lesnar inn með Sambankalausn
 • Hægt að leyfa innáborganir á kröfur
 • Yfirlit yfir skuldastöðu viðskiptavina
 • Útlit greiðsluseðla valkvætt
 • Krafa helst lifandi þótt hún fari í innheimtuþjónustu
 • Innheimta og greiðsla tekur skemmri tíma
 • Góð yfirsýn yfir stöðu krafna

Bankatengingar Advania

 • Innheimtukerfi og tenging við milliinnheimtur 
 •     Motus 
 •     Momentum 
 •     Inkasso 
 • Rafrænar bankaastemmingar 
 • Greiðslur lánardrottna 
 • Tenging við Creditinfo 
 • Greiðslukort 

Skönnunar og samþykktarkerfi Advania innihaldur: 

 • Skönnun og samþykktir reikninga 
 • Móttaka rafrænna reikninga 
Fyrri flipi
Næsti flipi
Sérfræðingar okkar hafa þróað fjölmörg sérkerfi fyrir Dynamics 365 sem bæta virkni þess. Með sérkerfum getur þú lagað 365 Finance enn betur að þínum rekstri og aukið skilvirkni. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu upplýsingar um sérkerfin okkar.  
Advania-Gull-jan-2018.jpg
2018PartneroftheYear.png

Dynamics 365 Finance þjónusta

Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar sem geta hjálpað þér með allt sem snertir 365 Finance, hvort sem um ræðir þarfagreiningar, ráðgjöf, innleiðingar, verkefnastýringu eða fræðslu. 

Við erum með þjónustuver þar sem tekið er á móti símtölum alla virka daga milli klukkan 9-17 og geta viðskiptavinir þar lagt inn þjónustubeiðnir og pantað þjónustuheimsóknir. Við viljum hvetja þá sem eru með tengiliðasamning að nýta sér líka þjónustu þjónustuversins ef á þarf að halda. Þjónustusími okkar er 440 9900