H3 mannauður og fræðsla

H3 Mannauður auðveldar fyrirtækjum að halda utan um mannauðsmálin á skipulagðan hátt.

Spjöllum saman
BETRI YFIRSÝN YFIR MANNAUÐINN

Yfirsýn yfir mannauðinn

Yfirsýn

Kerfið heldur utan um gögn um starfsfólk, starfslýsingar, menntun, fræðslu og starfsmannaskjöl. Stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir mælikvarða eins og stöðugildi, starfsmannaveltu, fræðslustundi og starfsaldur.

Stuðningur við jafnlaunakerfi

Í kerfinu er stuðningur við jafnlaunakerfi með því að halda utan um menntun og starfslýsingar og jafnlaunaflokkun.

Fræðsla og skírteini

Lausnin býður upp á að skipuleggja fræðsluviðburði og boða þátttakendur á námskeið. Halda má utanum skírteini og endurnýjun þeirra. Hægt er að samþætta lausnina við fræðslu- og skjalakerfi til að uppfæra upplýsingar á einum stað.

Virkni verkferla

Kerfið gerir fólki kleift að úthluta verkefnum til umsjónaraðila til dæmis vegna nýráðninga eða starfsloka.

Skjalagerð og skjalavistun

Fljótlegt er að útbúa ráðningarsamninga og önnur skjöl í kerfinu og vista gögn starfsfólks í aðgangsstýrðum skjalaskápum.

Stjórnendaupplýsingar og mælikvarðar

Mannauðsteningurinn gerir notendum kleift að greina og bera saman gögn t.a.m. eftir tímabilum og deildum og miðla þeim til annarra.

Olap teningar eru frábær viðbót við H3 þar sem stjórnendur geta séð lykiltölur um mannauð og laun fyrir öll rekstarfélög í einni skýrslu. Teningarnir gefa okkur frelsi til að velta gögnum eins og við vijum og dreifa sérsniðnum stjórnendaskýrslum. Þetta hefur komið í veg fyrir mikla handavinnu við að skaffa stjórnendum upplýsingar úr H3. Gögnin eru áreiðanlegri þar sem alltaf er verið að vinna með sömu forsendur.
María Kristín Jónsdóttir
Festi

Fréttir og fróðleikur

Hér má heyra reynslu Össurar af því að innleiða H3 launakerfi og Bakvörð tímaskráningakerfi.
Sveigjanleiki og valfrelsi starfsfólks er lykilatriði. Fólk ætti að geta valið dag frá degi hvort það nýti sér þá aðstöðu sem vinnustaðurinn býður uppá eða leiti heim, á kaffihúsið eða í hverja þá aðstöðu sem hentar verkefnunum hverju sinni.
Hvað höfum við lært um ráðningaferli á árinu 2020? Hvernig tókust fyrirtæki á við áskoranir ársins og hvernig ætla þau að nýta þann lærdóm 2021? Hvernig aðlagast vinnustaðir breyttri menningu í ráðningum og hvernig verður vinnuframlag metið?

Námskeið framundan

Mynd

Power BI fyrir lengra komna - Fjarnámskeið

Fjarnámskeið í Power BI fyrir lengra komna verður haldið dagana 21. og 22. júní. Framhaldsnámskeiðið nær yfir tvo daga, 3 tíma í senn frá kl. 9-12 báða dagana. Á námskeiðinu er farið dýpra ofan í möguleikana sem Power BI hefur upp á að bjóða. Kafað er dýpra í hvernig Power BI tekur gögn, breytir þeim og birtir þau myndrænt til greiningar.

Mynd

Power BI fyrir byrjendur - Fjarnámskeið

Fjarnámskeið í Power BI fyrir byrjendur verður haldið dagana 31. maí og 1. júní. Námskeiðið nær yfir tvo daga, 3 tíma í senn. Microsoft Power BI er viðskiptagreiningartól sem er í hvað mestri sókn um þessar mundir. Það auðveldar stjórnendum og greinendum til muna að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækis.

Mynd

H3 laun grunnur seinni hluti

Á þessu vefnámskeiði sem er í tveimur hutum er farið í launahluta H3 kerfisins. Grunnnámskeið í H3 launakerfinu er ætlað notendum sem eru að hefja notkun á kerfinu. Markmiðið er að nemandinn fái heildarsýn yfir kerfið og geti að því loknu fært laun og gengið frá skilum. Fundarboð með vefslóð verður sent til allra skráðra þátttakenda daginn fyrir námskeiðið.
Verð: 14.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 laun grunnur fyrri hluti

Á þessu vefnámskeiði verður farið í launahluta H3 kerfisins. Grunnnámskeið í H3 launakerfinu er ætlað notendum sem eru að hefja notkun á kerfinu. Markmiðið er að nemandinn fái heildarsýn yfir kerfið og geti að því loknu fært laun og gengið frá skilum. Fundarboð með vefslóð verður sent til allra skráðra þátttakenda daginn fyrir námskeiðið.
Verð: 14.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 Laun - orlofsuppbætur og réttindi

Á þessu vefnámskeiði verður farið yfir útreikning á orlofsuppbót og núllstillingu á henni.
Verð: 7.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 Mannauður - mannauðsteningur með starfsmannaveltu (vefnámskeið)

Sýnt verður hvernig hægt er að kalla fram ýmsar lykiltölur í teningnum, eins og til dæmis starfsmannafjölda, stöðugildafjölda, heildarstarfsmannaveltu og raunveltu og bera saman tölur fyrir mismunandi tímabil.
Verð: 14.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 Mannauður - forsniðin skjöl (vefnámskeið)

Sýnt verður hvernig útfyllt forsniðin skjöl eru mynduð í H3 og hvernig þeim er breytt en einnig hvernig ný forsnið eru búin til frá grunni og hvernig þau eru uppfærð með breytingum.
Verð: 14.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 - aðgangsmál (Kerfisumsjón) - nýtt!

Hér er um að ræða nýtt námskeið þar sem fjallað verður um notendur, hlutverk, einingar, aðgangsstýringar og samspil þeirra í H3.
Verð: 14.000 kr. m.vsk

Mynd

H3 Laun - orlofsuppbætur og réttindi

Á þessu vefnámskeiði verður farið yfir útreikning á orlofsuppbót og núllstilling á henni. Farið yfir réttindaskuldbindingu og réttindateninginn.
Verð 14.000 m.vsk

Mynd

H3 Laun - Tímavídd (vefnámskeið)

Farið er yfir hvernig tímavíddin virkar og hvað þarf að gera áður en hún er virkjuð í kerfinu.
Verð 14.000 m.vsk

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.