Jafnlaunavottun

Í aðdraganda gildistöku laga um Jafnlaunavottun er að ýmsu að huga fyrir atvinnurekendur. En það er ekkert að óttast, við hjálpum þér að mæta þessum kröfum auðveldlega og örugglega!

Tækifærin í jafnlaunavottun með Advania og Avanti

Það er í mörg horn að líta í aðdraganda jafnlaunavottununar og ekki seinna vænna að hefja undirbúning. Líta má á jafnlaunavottun sem kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að koma sér upp agaðri vinnubrögðum í launamálum, öllum til bóta.

Advania býður upp á hagkvæma og þægilega lausn í samstarfi við Avanti ráðgjöf sem auðveldar fyrirtækjum til muna að standast jafnlaunavottun og koma sér upp skynsamlegum ferlum í launamálum.

Er allt tilbúið hjá þér?

Fyrirtæki þurfa að gangast undir jafnlaunavottun á ólíkum tíma eftir fjölda starfsmanna á hverjum stað. Í aðdraganda vottunar verða fyrirtæki og stofnanir að hafa gripið til ákveðinna aðgerða og komið sér upp kerfum til að standast vottun.

 • Fyrirtæki með 250 eða fleiri starfsmenn - Skulu öðlast vottun eigi síðar en 31.des 2018
 • Fyrirtæki með 150-249 starfsmenn - Skulu öðlast vottun eigi síðar en 31.des 2019
 • Fyrirtæki með 90-149 starfsmenn - Skulu öðlast vottun eigi síðar en 31.des 2020
 • Fyrirtæki með 25-89 starfsmenn - Skulu öðlast vottun eigi síðar en 31.des 2021

Við bjóðum lausnir, ráðgjöf og þjónustu sem gera þínu fyrirtæki kleift að standast þessar kröfur á einfaldan og skipulegan hátt. Á þessari síðu finnur þú hnitmiðað yfirlit yfir það helsta sem við bjóðum. 

Jafnlaunastjórnkerfið

Með innleiðingu á ÍST 85/2012 staðlinum sem liggur til grundvallar jafnlaunavottun er atvinnurekandi í raun að koma sér upp stjórnkerfi til að tryggja að ákvörðun launa sé málefnaleg og að rökstuðningur fylgi ákvörðunum. Þegar talað er um stjórnkerfi í þessu samhengi er í raun átt við eftirfarandi:

 • Verklag sé skýrt við ákvörðun launa
 • Störf og einstaklingar séu metnir eftir viðeigandi þáttum
 • Skipulega sé fylgst með og haldið utan um laun starfsmanna, tryggja að brugðist sé við launamisræmi
 • Tekið sé á móti ábendingum
 • Úrbætur séu framkvæmdar með meðvituðum og rekjanlegum hætti

Það er ekki gefið að það sé auðvelt fyrir starfsfólk að byrja á þessu verkefni og auðveldlega geta vaknað spurningar um hvar rétt sé að byrja eða hvernig best sé að standa að málum. Advania hefur í samstarfi við Avanti Ráðgjöf þróað lausn sem styður við innleiðingu og rekstur á „Jafnlaunastjórnkerfi“ sú lausn heitir easyEQUALPAY og inniheldur meðal annars tilbúin stefnuskjöl, verklagsreglur, sniðmát o.fl. sem fyrirtæki þurfa að eiga til hjá sér og vinna eftir. Einnig veitir lausnin skipulag og virkni til að framkvæma og fylgja eftir þeirri vinnu sem þarf að fara í s.s.

easyEQUALPAY

easyEQUALPAY er tól til að auðvelda fyrirtækjum að innleiða jafnlaunakerfi og standast þannig ný lög um jaflaunavottun.

Lausnin veitir skipulag og virkni til að framkvæma og fylgja eftir þeirri vinnu sem þarf að fara í s.s.

 • Vöktun
 • Innri og ytri úttektir
 • Rýni stjórnenda
 • Móttaka ábendinga
 • Frávikaskráning
 • Úrbótaverkefni
 • o.fl.

Með lausninni fylgja 15 tímar í ráðgjöf frá Avanti-ráðgjöf til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu á sem einfaldastan hátt.

Þannig verður mun einfaldara að fylgja regluverkinu auk þess að hafa góða yfirsýn og skýran ramma um þau verkefni sem þarf að vinna.

H3 Launa- og mannauðskerfi

H3 Launa- og mannauðskerfi er heildstæð kerfislausn sem veitir þér greinagóða yfirsýn í launa- og mannauðsmálum. Góð yfirsýn og stjórnkerfi þar sem haldið er utan um launakjör starfsmanna er ein af grunnforsendum þess að mæta kröfum um jafnlaunavottun. H3 kerfið er því einstaklega hagnýt lausn, bæði þegar kemur að þeirri vinnu að innleiða jafnlaunavottun og til þess að ná betri tökum á launa- og mannauðsmálum fyrirtækisins.

Hvað þarf ég að gera í tengslum við jafnlaunavottun?

Sérfræðingar okkar hafa tekið saman stutt yfirlit yfir ýmislegt sem gott er að vita í tengslum við Jafnlaunavottun.

Nánari upplýsingar um jafnlaunalausnir Advania 

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn