H3 Laun

Launakerfi sem auðveldar launavinnslu og er sérsniðið að íslenskri vinnumarkaðslöggjöf.

Spjöllum saman
Ekkert launungarmál

Alhliða launakerfi fyrir öll fyrirtæki

Öflugt launakerfi með fjölbreytta skýrslugerð
Virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma, auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar.
Viðskiptagreindarlausn fyrir stjórnendur
H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.
Samþætting við mannauðskerfi
Útrýmdu tvískráningum með því að tengja H3 við önnur mannauðskerfi með samþættingarviðbót.
Samspil við jafnlaunakerfi
Til að tryggja að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og einfalda vinnu við jafnlaunakerfi, má nota H3 Launa- og mannauðskerfið.

Nýttu kraftinn í launakerfinu

Launakerfið auðveldar launavinnslu, sparar tíma, veitir yfirsýn yfir launakostnað og helstu starfsmannaupplýsingar.  Kerfið hentar jafnt rekstraraðilum með starfsfólk á tímakaupi og á mánaðarlaunum. 

H3 laun vistar útreikning á launum niður í smæstu einingar. Auðvelt er að tengja kerfið við önnur og tekur það við tíma- og launafærslum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra fjárhagskerfa.  

Hægt að framkvæma rafræn skil á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum, launaseðlum og launamiðum.

Öll rekstarfélög samþykkja laun í H3. Samþykktarferillinn er einfaldur og veitir góða yfirsýn yfir veikindakostnað og möguleika að sjá áætlun á móti raunlaunum. Tímavíddd í H3 bætti yfirsýn yfir starfsþróun og gögn eru áreiðanlegri eins og td. um starfsmannaveltu.
María Kristín Jónsdóttir
Festi

Viðskiptagreindarlausn fyrir stjórnendur

H3 teningarnir eru öflug viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flestum kerfiseiningum H3 á öruggan máta.  
H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að öðlast yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.

Skilvirkni milli kerfa með samþættingum

Útrýmdu tvískráningum með því að tengja H3 lausnirnar við önnur mannauðskerfi með samþættingarviðbótinni. Með H3 samþættingum deilir þú og samræmir gögn milli kerfa frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum. Lausnin virkar vel fyrir önnur bókhalds-, vefviðhalds-, mannauðs-, og tímaskráningarkerfi. Þetta kemur í veg fyrir margskráningu upplýsinga, minnkar líkur á villum og lámarkar kostnað við viðhald á gögnum. 

Össur hefur tekið í notkun H3 launakerfi og Bakvörð tímaskráningakerfið. Með aðstoð Advania voru kerfin innleidd og samtengd og óhætt er að segja að mannauðsfólk Össurar sé ánægt með útkomuna. Svona lýsir Dagbjört Jónasdóttir, launafulltrúi Össurar á Íslandi, sinni upplifun af notkun kerfanna.

Eigum við að setjast niður saman?
Bókaðu frían ráðgjafafund

Samspil við jafnlaunakerfi

Til að tryggja að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og einfalda vinnu við jafnlaunakerfi, getur þú notað H3 Launa- og mannauðskerfið. 

Það veitir góða yfirsýn og stjórnkerfi til að halda  utan um launakjör starfsfólks sem er ein af grunnforsendum jafnlaunavottunar.  

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu geta viðskiptavinir haldið utan um starfaflokkun, viðmið, starfslýsingar, menntun, laun og aðrar upplýsingar sem tengjast jafnlaunakerfinu.

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu er hægt að gefa stjórnendum aðgang að jafnlaunaupplýsingum starfsfólks, gera jafnlaunagreiningar og senda gögn til greiningaraðila á borð við PwC, Intellecta, Pay Analytics eða til vottunaraðila.

Sjáðu nánar um jafnlaunakerfi

Árstíðarbundinn liðsauki

Sérstakar vinnslur hjálpa til við árstíðarbundna útreikninga. Þannig sparast tími þegar framkvæma þarf stórar vinnslur á borð við desember- og orlofsuppbætur. Nýttu kraftinn í launakerfinu til að auðvelda þér lífið þegar álagið eykst.

Dagpeningar - allt á einum stað

Með H3 dagpeningum eru allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur á einum stað og meðal annars hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, hvert var farið ofl.

Kerfið gerir okkur mögulegt að greiða dagpeninga í hvaða gjaldmiðli sem er, t.d. með innborgunum á mismunandi gjaldeyrisreikninga starfsfólks.  Við reiknum þetta hins vegar yfir í íslenskar krónur þannig að launamiðinn sé klár við árslok.

Öflugar aðgangsstýringar gera einstökum starfsmönnum kleift að fá aðgang að yfirliti fyrir greiðslur dagpeninga án þess að viðkomandi hafi aðgang að öðrum hlutum kerfisins.

Launaáætlanir

Launaáætlun í H3 veitir stjórnendum fyrirtækja góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.

Lausnin felst í áætlun sem unnin er út frá rauntölum sem sóttar eru í launakerfið, vinnuframlag hvern mánuð síðast liðins árs eða annars skilgreinds tímabils og launataxtar eins og þeir eru þegar rauntölurnar eru sóttar. Með því móti fáum við inn árstíðarbundnar sveiflur og vinna við forsendur áætlunar er lágmörkuð og um leið er yfirsýn aukin.

Þú ert í góðum félagsskap

Námskeið framundan

Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í H3 þar sem farið er meðal annars yfir jafnlaunamál, afstemmingu útborgana, tímavídd, starfsmannaveltu, starfslýsingar og lykiltölur í teningum.

Skoða öll námskeið
H3 Laun - Launaliðir,launatöflur og reiknistofnar 09.11.22

9.11.2022 10:00:00

Hvernig við framkvæmum hækkanir, útreikningur á hlutföllum og hvað á að fara í krónutöluhlutann.Hvað ber að hafa í huga þegar stofnaðir eru nýjir launaliðir? Hvaða þýðingu hafa reiknistofnar?
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - framhaldsnámskeið 11.10.22

11.10.2022 10:00:00

Á þessu námskeiði verður farið yfir skýrslur, greiningar og aðgerðir sem kerfið býður uppá.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - áramótavinnslur 06.12.22

6.12.2022 10:00:00

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga við áramót.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - Afstemming útborgunar 05.10.22

5.10.2022 10:00:00

Farið er yfir hvaða verkfæri H3 launakerfið býður uppá við afstemmingar.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - Olap-Teningar 19.10.22

19.10.2022 10:00:00

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við tengjum teningar í fyrsta sinn. Förum yfir þá fjölmörgu möguleika sem Excel teningarnir bjóða uppá til að draga fram ýmsar upplýsingar úr launakerfinu og hægt að nota við skýrslur og fleira.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - desemberuppbætur og réttindi 08.11.22

8.11.2022 10:00:00

Á þessu vefnámskeiði verður farið yfir útreikning á desemberuppbót og núllstilling á henni. Farið yfir réttindaskuldbindingu og réttindateninginn.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - Samþykktarferillinn-Launafulltrúar 12.10.22

12.10.2022 13:00:00

Farið er yfir hvernig samþykktarferillinn virkar og hvernig hann er settur upp.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - Samþykktarferillinn-Stjórnendur 13.10.22

13.10.2022 13:00:00

Farið er yfir hvernig samþykktarferillinn virkar og hvernig á að fara yfir og samþykkja laun.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
H3 Laun - Tímavídd 18-10-2022

18.10.2022 10:00:00

Farið er yfir hvernig tímavíddin virkar og hvað þarf að gera áður en hún er virkjuð í kerfinu.
Verð 15.000 m.vsk

Skoða nánar
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um H3 Laun? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.