Skjalastjórnun

Við eigum lausnir sem auðvelda skjölun gagna, skipulag og aðgangsstýringu.
Lausnirnar einfalda samvinnu og tryggja gagnaöryggi með reglubundnum afritunum.

Spjöllum saman
easystart lausnirnar frá Advania

Upplýstari ákvarðanir með hjálp gagna

easyQUALITY

Með easyQUALITY er leikur einn að halda utan um gæðahandbók fyrirtækisins. Lausnin veitir auðlesanlegt yfirlit yfir ábyrgðaraðila skjala, ný skjöl í handbók, skjöl til samþykktar og virk vinnuskjöl.

easyDOCUMENTS

Þessi lausn gerir notendum kleift að vinna saman í skjölum, deila þeim og stýra aðgangi að þeim eftir þörfum. Kerfið er jafnframt geymsla fyrir skjöl og fylgir með því fyrirfram skilgreiningar á efnisflokkum og lýsigögnum. Náðu tökum á skipulaginu og notaðu easyDOCUMENTS til að lágmarka flækjustigið.

easyINTRANET

Einkenni góðra innri vefa er einföld upplýsingaleit og gott aðgengi að upplýsingum. Með easyINTRANET er einfalt mál að byggja upp vandaðan innri vef sem gerir starfsfólki kleift að nálgast skjöl, fréttir, viðburða- og afmælisdagatal, matseðil og fleira.

easyCASES

Góð málastjórnun snýst um að halda rétt utan um verkefni og samskipti við viðskiptavini. Með easyCASES getur þú betur fylgst með stöðu mála og tryggt að þau séu leyst á tilsettum tíma með tilskyldum hætti. Það er einfalt að fela ákveðnu starfsfólki ábyrgð á úrlausn mála, hengja skjöl á borð við tölvupóstsamskipti og verkefnalista við hvert mál. Allir notendur hafa skýrt yfirlit yfir stöðu mála og verkefna.

easyCONTRACTS

Það er þægilegt að halda utan um samninga með easyCONTRACTS en lausnin gerir notendum kleift að setja ákveðin eigindi á hvern samning. Þannig geta notendur með einföldum hætti séð stöðu samninga, ábyrgðaraðila þeirra og fengið áminningu áður en samningar renna út. Notendur fá yfirlit yfir nýjustu samninga og verkefni. Skilgreina má aðgerðir og verkefni fyrir einstaka samninga og samþætta aðgerðir við Tasks í Microsoft Outlook.

easyTEAMS

Með easyTEAMS gefst fólki kostur á að stofna hópa- og verkefnasvæði með fyrirfram skilgreindu sniði. Þá fær fólk einsleit vinnusvæði til að vista sín verkefnagögn. Til dæmis fundargerðir, kynningar, tölvupósta og myndir. easyTEAMS byggir á SharePoint sem gerir notendum kleift að vinna í skjölum á sama tíma, leita að gögnum og flokka þau.

Heildstæð skjalastjórnun með easyStart

Sérfræðingar Advania hafa þróað heildstætt safn lausna sem kallast easyStart. Lausnirnar henta fyrirtækjum sem nota SharePoint. Um er að ræða tilbúnar lausnir, sem þýðir skjót innleiðing og í flestum tilfellum er ekki þörf á neinni aðlögun. Þó er auðvitað hægt að laga þær að sérþörfum viðskiptavina.

EasyStart lausnir Advania má innleiða sem eina heild eða hverja fyrir sig. Viðskiptavinir okkar hafa notað þær til að halda utan um skjöl, gæðamál, samskipti við viðskiptavini og innri vefi.

Eigum við að setjast niður?

Bókaðu frían ráðgjafafund

Bóka fund

Stjórnaðu upplýsingaflæðinu

Þetta snýst ekki bara um að hafa hlutina í röð og reglu heldur að gera skjöl aðgengileg, einfalda samvinnu og tryggja gagnaöryggi með reglubundnum afritunum. Lausnirnar okkar einfalda samvinnu því notendur geta unnið samtímis í skjölum og aðgangsstýrt þeim svo einungis réttir aðilar hafi aðgang að þeim.

Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytt úrval skjalavistunarlausna sem meðal annars styðja SharePoint, Office 365 og .NET tæknina frá Microsoft. Við bjóðum vandaðar SharePoint viðbætur á borð við OnePlace, harmon.ie og Nintex Workflow.

Spjöllum saman um skjalakerfi

easyEQUALPAY

easyEQUALPAY er tól til að auðvelda fyrirtækjum að innleiða jafnlaunakerfi og standast lög um jaflaunavottun.

Viðskiptavinum býðst að fá með lausninni tilbúinn skjalapakka sem inniheldur grunn að handbók s.s. stefnuskjöl, verklagsreglur og fleira sem snýr að jafnlaunavottun. Að auki fylgja gagnleg eyðublöð og sniðmát sem auðvelda alla vinnu.

easyEQUALPAY og Avanti

Til viðbótar við easyEQUALPAY lausnina má bóka 15 tíma hjá Avanti-ráðgjöf til að aðlaga skjöl og klára innleiðingu á sem einfaldastan hátt. Ráðgjöfin er sérstaklega sniðin að innleiðingu kerfisins. Með henni fylgja gögn sem geta aukið virði kerfisins.

Spila með easySTART

GDPR stjórnborðið

GDPR stjórnborðið er tól til að halda utan um skráningar fyrirtækja vegna GDPR reglugerðarinnar. Með stjórnborðinu næst yfirsýn yfir vinnslur og samninga fyrirtækisins. Auðvelt er að halda utan um úrbótaverkefni til dæmis eftir frávik.

Lausnina er hægt að sníða þægilega að þörfum fyrirtækja. Einfalt er að útbúa skýrslur, form og verkefni fyrir ábyrgðarmenn.

Targit

Targit BI Suite er öflugt greiningartól sem veitir yfirlit yfir stöðuna á lykilmælikvörðum fyrirtækisins. Virk mælaborð og skýrslur tryggja stjórnendum ítarlegar upplýsingar og auðvelda þannig ákvarðanatöku.

Með Targit BI Suite má breyta gögnum fyrirtækisins í greiningar, lifandi mælaborð og ítarlegar skýrslur.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.