Nýjasta nýtt - 3.10.2018 15:01:00

Jón Brynjar forstöðumaður fjármálasviðs Advania

Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins

Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins.

Fjármálasviðið er hluti af þjónustu- og rekstrarsviði Advania og meðal verkefna þess eru tekju- og kostnaðarskráning, uppgjörsvinna ásamt innri og ytri greiningarvinnu.

Jón Brynjar hefur starfað hjá Advania í rúm þrjú ár, fyrst sem sérfræðingur og svo sem forstöðumaður hagdeildar. Hann er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Jón Brynjar hefur sérhæft sig Beyond Budgeting stjórnunarmódelinu sem leggur áherslu á að færa fyrirtæki frá hugmyndafræði hefðbundinna fjárhagsáætlana yfir í dreifstýrðara stjórnunarkerfi til að stuðla að betri aðlögunarhæfni í rekstrinum. Advania á Íslandi hóf vegferð sína í Beyond Budgeting fyrir nokkrum árum og hefur Jón Brynjar leitt það verkefni frá því hann gekk til liðs við félagið.


Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.