Blogg - 22.5.2025 12:48:52

10 ástæður fyrir því að þú ættir að skoða Cisco Meraki

Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?

Vignir Benediktsson
Sérfræðingur hjá Advania

10 ástæður:

  1. Þetta er ein besta varan á markaðinum í dag sem hönnuð er til að stjórna mörgum tækjum.

  2. VPN virkni með einum smelli gerir þér kleift að koma á tengingu milli tveggja staða á sekúndum.

  3. Eftirlit í skýinu: þú færð viðvaranir ef bilanir koma upp eða tæki dettur út.

  4. SASE tæknin er með einu stjórnborði, svo hægt er að stjórna öllum net- og öryggisbúnaði á einum stað.

  5. DaaS í boði með nýrri áskriftarleið. Þú borgar mánaðarlega fyrir búnaðinn þinn.

  6. Nákvæm aðgangsstýring gerir þér kleift að veita tímabundinn aðgang að netinu þínu fyrir einstaka verkefni.

  7. Þráðlaus AP virkar eins og router fyrir gestanet. Þetta er einangrun á 10.0.0.X /8 subnet-i.

  8. Hægt er að stilla SSID á nokkrum sekúndum, og gerir þér kleift að búa til fangahlið (captive portals) og jafnvel rukka fyrir WiFi notkun á hótelum.

  9. Hægt er að kaupa nýjan búnað og láta stilla áður en hann er sendur á staðsetningu. Þegar einhver tengir búnaðinn, mun hann ná í stillingarnar sínar úr skýinu.

  10. Uppfærslur eru sjálfvirkar. Þú þarft ekki að fara á staðinn til að hafa eftirlit með búnaðinum. Uppfærslan tekur sekúndum.

Prufaðu frítt

Við bjóðum nú fríar prufuáskriftir að Cisco Meraki svo þú getir fundið þá leið sem hentar þér best. Hafðu samband og spjallaðu við okkur um þín tækifæri.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.