Blogg, Buiness Central - 12.4.2022 15:55:14

60 Microsoft Dynamics sérfræðingar til Advania

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Þóra Tómasdóttir
Fjölmiðlafulltrúi

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Advania-samsteypan hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig viðskiptakerfum Microsoft í skýjinu.

Azzure IT er leiðandi á breskum markaði í þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þar starfa um 60 sérfræðingar sem nú verða hluti af Advania. Markmið kaupanna er að geta boðið viðskiptavinum Advania enn betri þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Með kaupunum eflist þekking innan raða Advania og með fleiri sérfræðingum getum við veitt viðskiptavinum betri þjónustu.

„Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði Microsoft Dynamics. Með Azzure IT -viðbótinni verðum við einn stærsti Dynamics Business Central samstarfsaðili í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.