Blogg, Buiness Central, businesscentral.advania.is - 12.4.2022 15:55:14

60 Microsoft Dynamics sérfræðingar til Advania

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Þóra Tómasdóttir
Fjölmiðlafulltrúi

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Advania-samsteypan hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig viðskiptakerfum Microsoft í skýjinu.

Azzure IT er leiðandi á breskum markaði í þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þar starfa um 60 sérfræðingar sem nú verða hluti af Advania. Markmið kaupanna er að geta boðið viðskiptavinum Advania enn betri þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Með kaupunum eflist þekking innan raða Advania og með fleiri sérfræðingum getum við veitt viðskiptavinum betri þjónustu.

„Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði Microsoft Dynamics. Með Azzure IT -viðbótinni verðum við einn stærsti Dynamics Business Central samstarfsaðili í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.