Nýjasta nýtt - 29.5.2018 15:16:00

Advania á toppnum í Hjólað í vinnuna

Sjöunda árið í röð varð Advania hlutskarpast í vinnustaðakeppni Hjólað í vinnuna.

Sjöunda árið í röð varð Advania hlutskarpast í vinnustaðakeppni Hjólað í vinnuna.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur frá árinu 2003 staðið að eflingu hreyfingar og starfsanda á vinnustöðum landsins með verkefninu „Hjólað í vinnuna“. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Þátttakan í átakinu hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað og tóku rúmlega 450 vinnustaðir þátt í fyrra.

Advania varð hlutskarpast í keppni milli fyrirtækja með 400-799 starfsmenn eftir að hafa hjólað samtals við 9.877,47 km eða rúmlega sjö sinnum í kringum landið. Er það í sjöunda sinn sem Advania vinnur keppnina, eða allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2012.

Fulltrúar hjólaklúbbs Advania mættu því í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í dag þar sem þeir tóku á móti verðlaunum og heilsuðu upp á íbúa garðsins.Hjólaklúbburinn hefur staðið sig með prýði í því að hvetja samstarfsfólk áfram og efla starfsandann innan fyrirtækisins.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.