Nýjasta nýtt - 16.8.2016 15:20:00

Advania innleiðir bankabúnað í nýjum útibúum Arion banka á Keflavíkurflugvelli

Advania hefur lokið viðamikilli innleiðingu bankalausna í útibúum Arion banka á Keflavíkurflugvelli en bankinn tók nýverið við rekstri bankaþjónustu í flugstöðinni.

Advania hefur lokið viðamikilli innleiðingu bankalausna í útibúum Arion banka á Keflavíkurflugvelli en bankinn tók nýverið við rekstri bankaþjónustu í flugstöðinni. Verkefnið fól í sér uppsetningu á 13 hraðbönkum og fjórum féþúfum með sérsmíðuðum hugbúnaðarlausnum frá Advania.

„Lausnir Advania eru traustar og við höfum góða reynslu af samstarfi við starfsfólk fyrirtækisins,“ segir Aðalheiður Guðgeirsdóttir, svæðisstjóri Arion banka á Keflavíkurflugvelli. „Uppsetning búnaðarins gekk hratt og örugglega fyrir sig og innleiðingarferlið stóðst væntingar okkar,“ segir Aðalheiður.

Búnaðurinn sem um ræðir kemur frá stórum aðilum á markaði banka- og afgreiðslulausna. NCR er einn stærsti framleiðsluaðili heims þegar kemur að hraðbönkum og Glory sérhæfir sig í framleiðslu tæknilausna og –kerfa sem sýsla með peninga.

„Við höfum átt í samstarfi við birgja okkar svo árum skiptir, enda eru þeir þekktir fyrir að bjóða vandaðar og traustar lausnir fyrir bankaiðnaðinn,“ segir Benedikt Gunnar Ívarsson, forstöðumaður afgreiðslu- og bankalausna hjá Advania. „Við leggjum áherslu á að vera í samstarfi við trausta aðila sem framleiða áreiðanlegan búnað og NCR er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Hér á landi eru dæmi um hraðbanka frá þeim sem hafa verið í notkun í meira en 20 ár,“ segir Benedikt.

Mikill undirbúningur lá að baki uppsetningu útibúanna og gekk innleiðingin vel, enda var bankaþjónusta á Keflavíkurflugvelli komin í gang innan við klukkustund eftir að fyrri þjónustuaðili lokaði útibúum sínum í flugstöðinni. Verkefnið var margar vikur í undirbúningi og alls komu 19 starfsmenn Advania að innleiðingunni.

„Svona verkefni eru margslungin og snúast um svo miklu meira en bara að stinga búnaðinum í samband,“ segir Benedikt. „Það þarf að gæta þess að öll virkni búnaðarins sé í samræmi við óskir viðskiptavinarins og í þessu verkefni þurfti meðal annars að ráðast í gerð sérsmíðaðra hugbúnaðarlausna sem gera búnaðinum kleift að tengjast öðrum kerfum bankans,“ segir Benedikt.

„Góður undirbúningur algjört lykilatriði í verkefnum sem þessu og okkar fólk var vel samstillt í gegnum allt ferlið,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Það er virkilega ánægjulegt að horfa til baka og sjá hve vel samstarfið með Arion banka gekk,“ segir Ægir Már.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.