Nýjasta nýtt - 15.6.2015 11:23:00

Advania innleiðir lausn fyrir þjónustuver hjá Icelandair

Icelandair hefur samið við Advania um kaup og innleiðingu á hugbúnaðarlausn fyrir þjónustuver fyrirtækisins.

 
Lausnin Customer Interaction Center (CIC) verður innleidd hjá Icelandair

Icelandair hefur samið við Advania um kaup og innleiðingu á hugbúnaðarlausn fyrir þjónustuver fyrirtækisins.  Lausnin kallast CIC og með henni fá starfsmenn þjónustuvers betri yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini í einu viðmóti óháð því hvaða leið þeir nota til að hafa samband við þjónustuverið.  Þetta tryggir skilvirkari úrvinnslu þjónustubeiðna, aukna þjónustu við viðskiptavini og bætta yfirsýn stjórnenda.
   

Markmiðið er bætt þjónusta hjá einu stærsta þjónustuveri landsins

„Markmið okkar með innleiðingu á CIC kerfinu er að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar með því að hafa öll samskipti  í einu kerfi", segir María Rún Hafliðadóttir forstöðumaður þjónustuvers Icelandair. Icelandair rekur eitt stærsta þjónustuver landsins, en þar starfa að jafnaði um 90 manns. Fyrirspurnum frá öllum sölusvæðum  fyrirtækisins er vísað í gegnum þjónustuverið sem þarf því að halda úti háu þjónustustigi allan sólarhringinn. 

Nýjar samskiptaleiðir

„Við fögnum því mjög að Icelandair hafi ákveðið að bætast í hóp viðskiptavina Advania sem nýta sér CIC þjónustuverslausnina. Mikil gerjun er í gangi um þessar mundir á sviði samskiptalausna samhliða auknum kröfum viðskiptavina um að geta átt samskipti við þjónustufyrirtæki eftir nýjum samskiptaleiðum. Þessari kröfu viðskiptavina þurfa fyrirtæki nú að mæta og með kerfinu verður það leikur einn“, segir Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður á Rekstrarlausnasviði Advania. 

40 viðskiptavinir nýta lausnina

Advania hefur allt frá árinu 2005 verið sölu- og þjónustuaðili fyrir CIC lausnina.  Á þriðja tug starfsmanna hjá Advania vinnur við ráðgjöf og rekstrarþjónustu tengda CIC lausninni á norðurlöndum, en vel yfir 40 viðskiptavinir Advania nýta sér lausnina í dag. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.