Nýjasta nýtt - 28.4.2016 15:05:00

Advania og Landsbjörg í samstarf

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Advania um að taka við hýsingu og rekstri á öllum tölvukerfum Landsbjargar.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Advania um að taka við hýsingu og rekstri á öllum tölvukerfum Landsbjargar. Advania mun einnig sjá um innleiðingu á easySTART lausnum sem einfalda verklag og ferla félagsins og styrkja innviði þess. Þá verður einnig tekið í notkun easyQUALITY gæðahandbókarkerfi hjá Landsbjörg. 

Skilvirkari rekstur tölvukerfa

„Allt er þetta liður í því að bæta og efla gæðastjórnun innan félagsins og gera rekstur tölvukerfa skilvirkari,” segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnfélagsins Landsbjargar. „Meðal þess sem við höfum tekið í notkun er nýtt innranet fyrir starfsfólk, hópavinnusvæði fyrir nefndir og deildir, skjalakerfi og samningakerfi. Innleiðing þessara lausna gekk greiðlega og þær hafa þegar gert starf okkar markvissara,” segir Jón.

Stolt af samstarfinu við Landsbjörg

„Það er sérstaklega ánægjulegt að fá Slysavarnafélagið Landsbjörg í viðskipti og mikil meðmæli að leitað hafi verið til okkar,” segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Með easySTART geta skipulagsheildir af öllum stærðum og gerðum leyst úr læðingi marga helstu kosti Office 365 og SharePoint með einföldum og hagkvæmum hætti. Við erum gríðarlega stolt af því að leggja okkar af mörkum til að efla starfsemi félagsins og hlökkum til samstarfsins við Landsbjörg,“ segir Ægir Már.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.