Nýjasta nýtt - 4.6.2015 09:18:00

Advania styður Kraft

Advania gefur Krafti tölvu til afnota.


Vélbúnaður frá Advania í notkun hjá Krafti

Hún var kærkomin tölvan sem Advania gaf Krafti í gær, en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Tölvan verður notuð af sálfræðingi félagsins sem stýrir Stuðningsneti Krafts og sálfræðiþjónustu fyrir krabbameinsveikt ungt fólk og aðstandendur þess.
Það skiptir miklu máli fyrir okkur, að hafa bakhjarl eins og Advania“, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri félagins. „Kraftur hefur átt ákaflega gott og farsælt samstarf við Advania sem meðal annars vann vefsíðu félagsins www.kraftur.org.  

Advania og Hvíta húsið aðstoða við stefnumótunarvinnu

Þá kom Elísabet Sveinsdóttir, mar að stefnumótunarvinnu á síðasta ári, sérstaklega fyrir Kraft,  með Hvíta Húsinu og Miðlun. Sú vinna var afar lærdóms- og árangursrík, ekki síst vegna aðkomu Elísabetar og fulltrúa Hvíta Hússins en allir þessir aðilar gáfu Krafti vinnu sína.
Þá má geta þess að í kjölfar þeirrar vinnu hannaði Hvíta Húsið og gaf Krafti hið nýja og glæsilega merki (logó) félagsins sem tekið var í notkun í fyrra á afmælisári félagsins, segir Ragnheiður ennfremur.

Þess má geta að Kraftur nýtur eingöngu styrkja og framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.