Nýjasta nýtt - 30.9.2016 15:15:00

Advania verðlaunað fyrir framúrskarandi árangur

Microsoft Ísland hefur veitt Advania viðurkenninguna samstarfsaðili ársins á sviði Microsoft Business Solutions (MBS)

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft Ísland og Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna hjá Advania.

 

Microsoft Ísland hefur veitt Advania viðurkenninguna samstarfsaðili ársins á sviði Microsoft Business Solutions (MBS). Við afhendingu verðlaunanna var tekið fram að Advania hefði náð framúrskarandi árangri með viðskiptavinum fyrirtækisins þegar kemur að notkun Microsoft lausna á borð við Dynamics AX, NAV og TOK. 

„Advania hefur staðið sig framúrskarandi vel í MBS umhverfinu hér á Íslandi“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastóri Microsoft Ísland. „Advania er afkastamikið fyrirtæki sem hefur náð að straumlínulaga vöruframboð sitt og náð þannig eftirtektarverðum árangri með Microsoft viðskiptalausnir.“

„Við þjónustum fjölbreyttan hóp viðskiptavina og leggjum áherslu á að vöruframboð okkar mæti ólíkum þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum“ segir Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri Viðskiptalausna hjá Advania. „Ég er gríðarlega stoltur af þessari viðurkenningu enda er hún skýr vitnisburður um metnaðinn sem knýr starfsfólk okkar áfram.“

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.