Nýjasta nýtt - 10.8.2017 15:05:00

Ægifagur og umhverfisvænn

Fjölgað hefur í farartækjaflota Advania en nú býðst starfsfólki að nota rafknúin reiðhjól til að ferðast milli staða á vinnutíma. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, er í hópi þeirra sem hafa hjólað til fundar með viðskiptavinum og þannig tekið þátt í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.

Fjölgað hefur í farartækjaflota Advania en nú býðst starfsfólki að nota rafknúin reiðhjól til að ferðast milli staða á vinnutíma. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, er í hópi þeirra sem hafa hjólað til fundar með viðskiptavinum og þannig tekið þátt í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.  

Ægir segir það skemmtilega tilfinningu að ferðast um á rafknúnu hjóli og að með því séu slegnar margar flugur í einu höggi. „Við höfum um árabil lagt okkur fram um að draga úr bílaumferð og hvatt fólk til að hjóla í vinnuna, sameinast um bíla eða nota almenningssamgöngur. Með því að bæta rafmagnshjólum í farartækjaflotann okkar færum við starfsfólki skemmtilegan valkost sem hvetur til hreyfingar, dregur úr mengun og útrýmir tímafrekri leit að bílastæðum.” segir Ægir. 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru reiðhjólin hin glæsilegustu. Gert er ráð fyrir að fólk hjóli með hefðbundnum hætti, en rafmagnsmótorinn hjálpi til í brekkum og á erfiðari eða lengri leiðum. Að sjálfsögðu er vatns- og vindheld tölvu- og skjalageymsla á hjólunum og þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að starfsfólk ferðist milli funda á þessum ægifögru og umhverfisvænu fararskjótum fyrirtæksisins. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.