Fréttir - 2.2.2022 11:20:00

Birgitta stýrir viðskiptaþróun hjá Advania

Öflugur hópur sérfræðinga hefur gengið til liðs við Advania til að stýra viðskiptaþróun veflausna fyrirtækisins. Fyrir teyminu fer Birgitta Ósk Rúnarsdóttir sem hefur víðtæka reynslu úr hugbúnaðar- og fjármálageiranum.

Öflugur hópur sérfræðinga hefur gengið til liðs við Advania til að stýra viðskiptaþróun veflausna fyrirtækisins. Fyrir teyminu fer Birgitta Ósk Rúnarsdóttir sem hefur víðtæka reynslu úr hugbúnaðar- og fjármálageiranum. 


Veflausnir Advania er ein stærsta hugbúnaðardeild landsins en þar starfa um 50 sérfræðingar. Hópur sérfræðinga myndar nú nýja einingu innan veflausna sem hefur það hlutverk að hjálpa viðskiptavinum að ná samkeppnisforskoti á sínu sviði. Þau hafa fjölbreytta reynslu á sviði fjármála, vefverslunar, hönnunar og forritunar. Nýlega bættust fjórir öflugir sérfræðingar við teymið sem nú telur tíu manns. 

Fyrir teyminu fer Birgitta Ósk Rúnarsdóttir. Hún hefur yfir 10 ára reynslu í þjónustu við viðskiptavini. Hún kemur til Advania frá Sendiráðinu þar sem hún var verkefnastjóri hugbúnaðarverkefna. Þar áður starfaði hún hjá Landsbankanum og hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála. Birgitta hefur setið í stjórn SVEF (Samtaka vefiðnaðarins), Systra og Tvíundar hjá Háskólanum í Reykjavík þaðan sem hún lauk B.Sc. í tölvunarfræði og stundar nú MPM-nám við sama skóla.

 

Arna Gunnur Ingólfsdóttir kemur frá WebMo Design. Hún er meðal helstu sérfræðinga landsins í vefverslun. Arna var áður markaðs- og sölustjóri hjá Stokki Software, vefverslunarstjóri Bláa lónsins og Head of Digital hjá WebMo Design. Hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú MPM-nám við sama skóla. 

Einar Örn Bjarnason býr yfir 20 ára reynslu í þjónustu við viðskiptavini, innleiðingu og rekstur á kerfum. Hann starfaði áður sem rekstrar- og verkefnastjóri hjá Optima, þar á undan í 10 ár sem sérfræðingur í tækniþjónustu Símans. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði og MPM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Sveinn Bjarnason hefur yfir 20 ára reynslu af hugbúnaðargerð, fyrst sem forritari hjá Trackwell Software og síðan í 14 ár hjá Fuglum, þar sem hann meðal annars starfaði sem verkefnastjóri stafrænna verkefna síðastliðin fimm ár. Hann er með B.Sc. í tölvunarfræði og MPM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

,,Það er mikill fengur að fá þessa reynslubolta til liðs við okkur enda með yfirgripsmikla þekkingu sem viðskiptavinir okkar munu njóta góðs af. Við erum afskaplega ánægð að hafa náð í svo kraftmikið fólk,” segir Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania. 

„Advania er eitt stærsta og flottasta tæknifyrirtæki landsins og það er mér mikill heiður að fá tækifæri á að taka við hlutverki deildarstjóra viðskiptaþróunar. Ég er ákaflega þakklát að fá að sameina ástríðu mína sem liggur í tækni, hönnun og viðskiptum,“ segir Birgitta Ósk, deildarstjóri viðskiptaþróunar veflausna. 


 

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Fréttir
01.10.2025
Í Öryggisoktóber ætlum við hjá Advania að bjóða upp á einn morgunverðarfund og þrjá veffundi þar sem öryggismál eru í fyrirrúmi.
Fréttir
01.10.2025
Advania hélt úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Mannauðsdeginum 2025, sem fram fór í Hörpu 3.október. Upptakan frá útsendingunni er nú komin inn á vefinn.
Fréttir
29.09.2025
Þriðjudaginn 30. september héldum við veffund í beinni útsendingu undir yfirskriftinni Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur? Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania ræddi þar við Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra hjá Mental ráðgjöf.
Fréttir
25.09.2025
Yfir 280 viðskiptavinir mættu á morgunverðarfundinn Framtíðin er sjálfvirk - með Copilot Studio. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni en sýnt var frá viðburðinum í streymi á glæsilegri starfsstöð okkar á Akureyri og einnig á Egilsstöðum.
Fréttir
19.09.2025
Advania hefur ráðið til sín Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.
Blogg
18.09.2025
Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.
Blogg
18.09.2025
Er þinn vinnustaður með aðgang að vefverslun Advania? Ef ekki, eru hér fimm prýðilegar ástæður fyrir því að þið ættuð að stofna aðgang í einum grænum.
Blogg
18.09.2025
Í nýjustu útgáfu American Customer Satisfaction Index (ACSI) fyrir árið 2025 kemur fram að almenn ánægja viðskiptavina með tölvur hefur dalað lítillega á milli ára. Þrátt fyrir þessa þróun sker Dell sig úr sem eina vörumerkið þar sem ánægja viðskiptavina eykst.
Blogg
17.09.2025
Í daglegu lífi okkar erum við stöðugt umkringd tölvubúnaði sem uppfærist hratt með nýrri tækni. Þessi hraði veldur oft því að búnaður verður úreltur áður en hann hefur náð fullum líftíma sínum. Framhaldslíf búnaðar snýst um að hámarka nýtingu tölvubúnaðar og tryggja að úreltur búnaður sé fargað á öruggan og ábyrgan hátt.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.