Nýjasta nýtt - 14.6.2017 10:14:00

Eimskip semur við Advania um rekstur tölvu- og upplýsingakerfa

Advania mun hér eftir bera ábyrgð á rekstri á miðlægu umhverfi Eimskips, útstöðvum starfsfólks fyrirtæksisins og netkerfum þess.

Rekstur tölvu- og upplýsingakerfa Eimskips er nú í höndum Advania eftir undirritun samstarfssamnings sem kemur til með að skapa auka skilvirkni og hagkvæmni í upplýsingatæknirekstri Eimskips. Advania mun hér eftir bera ábyrgð á rekstri á miðlægu umhverfi Eimskips, útstöðvum starfsfólks fyrirtæksisins og netkerfum þess svo fátt eitt sé nefnt. 
 
„Við höfum unnið að úthýsingu á upplýsingatækniumhverfi okkar um árabil og erum sífellt að þróa þann hluta með það að markmiði að auka skilvirkni og færa viðskiptavinum Eimskips aukinn ávinning“ segir Kristján Þór Hallbjörnsson, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Eimskip. „Við höfum góða reynslu af samstarfi með Advania en fyrirtækið hefur undanfarin ár séð um samþættingu upplýsingalausna hjá okkur“.
 
„Aukið samstarf Eimskips og Advania er okkur mikið ánægjuefni og við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Okkar markmið er að styrkja innviði Eimskips enn frekar og gera fyrirtækinu kleift að þjónusta viðskiptavini sína enn betur."

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.