Nýjasta nýtt - 10.4.2017 13:18:00

Einar Þórarinsson leiðir uppbyggingu þjónustuupplifunar hjá Advania

Einar Þórarinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania og mun leiða hóp sem hefur það meginverkefni að skilgreina og ýta í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að enn betri upplifun viðskiptavina

Einar Þórarinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania. Í starfinu leiðir hann hóp sem hefur það meginverkefni að skilgreina og ýta í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að enn betri upplifun viðskiptavina. Á annan tug starfsmanna eru í hópnum sem heyrir undir þjónustu- og markaðssvið Advania.

„Ég er mjög spenntur fyrir að fá að vinna með þessum öfluga hópi að þeim verkefnum sem framundan eru“ segir Einar. „Eitt verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að ná betur utan um þjónustuveitingu Advania í öllum snertingum sem við eigum við viðskiptavini og við munum vinna heildstætt að því að gera upplifun þeirra enn betri en áður.“

Einar hefur starfað sem forstöðumaður ferla og innri upplýsingatækni hjá Advania frá árinu 2014 en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2011, þá sem forstöðumaður þjónustu á rekstrarlausnasviði. Áður en hann byrjaði hjá Advania var hann forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Vodafone og gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu á árunum 2000-2011. Hann er kvæntur Valborgu Ragnarsdóttur, leikskólakennara og saman eiga þau tvö börn. 

„Einar býr yfir gífurlega mikilli reynslu sem kemur til með að nýtast vel í þeim verkefnum sem hópurinn stendur frammi fyrir“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Markmið okkar er að styrkja innviði, auka gæði samskipta, og auðvelda starfsfólki okkar að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. 
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.