Nýjasta nýtt - 28.8.2017 21:51:00

Hagnaður Advania þrefaldast

Heildartekjur Advania á Íslandi námu 6.078 milljónum króna á fyrri hluta ársins og nam tekjuvöxtur á tímabilinu 5,3%. EBITDA félagsins á tímabilinu nam 527 milljónum króna og jókst um 45% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfall félagsins á fyrri hluta ársins var 8,7% og hækkaði úr 6,3% í fyrra. Hagnaður félagsins ríflega þrefaldaðist milli ára og nam 173 milljónum króna.

Heildartekjur Advania á Íslandi námu 6.078 milljónum króna á fyrri hluta ársins og nam tekjuvöxtur á tímabilinu 5,3%. EBITDA félagsins á tímabilinu nam 527 milljónum króna og jókst um 45% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfall félagsins á fyrri hluta ársins var 8,7% og hækkaði úr 6,3% í fyrra. Hagnaður félagsins ríflega þrefaldaðist milli ára og nam 173 milljónum króna.

„Rekstur félagsins gekk mjög vel á fyrri hluta ársins og allar helstu kennitölur eru sterkar" Segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi. "Tekjuvöxturinn er sérstaklega ánægjulegur, ekki síst í ljósi þess að hluti teknanna er í erlendri mynt og gengisþróun hefur verið óhagstæð. Eftirspurn eftir okkar þjónustu hefur aukist mikið og við sjáum fram á áframhaldandi vöxt, enda horfa öll stærri fyrirtæki til upplýsingatækninnar í auknum mæli til að efla sinn rekstur, auka skilvirkni og styrkja sig á samkeppnismarkaði. Í því felast mikil tækifæri fyrir okkur."

 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.