Nýjasta nýtt - 21.10.2016 16:59:00

Morgunverðarfundur: Íslenskur smásölumarkaður á leið inn í stóran storm

Búast má við miklum breytingum á samkeppnisumhverfi smásölufyrirtækja á Íslandi í náinni framtíð. Þetta er mat sérfræðinga sem héldu fyrirlestra á morgunverðarfundi Advania sem fram fór í morgun

Búast má við miklum breytingum á samkeppnisumhverfi smásölufyrirtækja á Íslandi í náinni framtíð. Þetta er mat sérfræðinga sem héldu fyrirlestra á morgunverðarfundi Advania sem fram fór í morgun en þar var fjallað um íslenskan smásölumarkað. Þessar breytingar munu einkum koma til vegna aukningar ferðamanna og komu stórra alþjóðlegra fyrirtækja sem munu opna verslanir hér á landi í náinni framtíð. Um 300 gestir sóttu fundinn er bar yfirskriftina „Stór stormur á smásölumarkaði“ og ljóst er að áhugi á málefninu er mikill því aldrei áður hafa svo margir gestir sótt morgunverðarfund hjá Advania. 

Á fundinum fjallaði Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, m.a. um fjölgun erlendra ferðamanna og tækifærin sem þeim fylgja en skv. spám Hagstofunnar er gert ráð fyrir um tveimur milljónum ferðamanna árið 2018. Sturla sagði fundargestum einnig frá framtíðarsýn stjórnenda Smáralindar og fjallaði um endurbætur á verslunarmiðstöðinni auk þess sem hann talaði um uppbyggingu nýs verslunarkjarna í miðbæ Reykjavíkur. Í erindi sínu fjallaði Sturla m.a. um fjölgun ferðamanna og að aukið framboð á verslunarhúsnæði sem stenst alþjóðlegan samanburð myndi auka áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenska markaðnum. 

Á næstu mánuðum munu alþjóðleg fyrirtæki á borð við H&M, Costco og Krispy Kreme opna verslanir hér á landi en koma þeirra mun vafalaust hafa áhrif á samkeppnisumhverfi hér á landi. Ráðgjafafyrirtækið Zenter hefur framkvæmt viðamikla rannsókn þar sem skoðuð eru áhrif af komu Costco á innlendan markað. „Hér er um að ræða sannkallaðan risa á smásölumarkaðnum en heildarvelta íslenska smásölumarkaðarins er ekki nema tæplega 3% af heildarveltu Costco“ sagði Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter. Í greiningu Zenter kemur fram að Costco muni verða í samkeppni við marga ólíka smásöluaðila og því sé mikilvægt að íslenskir smásalar leggi nú áherslu á að draga viðskiptavininn nær sér og skapa viðskiptatryggð.

„Erlend stórfyrirtæki eru dugleg að skapa viðskiptatryggð, og gera það t.d. með notkun vildarkerfa sem viðskiptavinir geta nálgast í gegnum snjallsíma“ sagði Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Advania MobilePay. Með slíkum lausnum eigi fyrirtæki auðveldara með að veita viðskiptavinum aðgang að efni sem er sérsniðið að þeirra þörfum.

„Við erum hæstánægð með mætinguna í dag og augljóst að mikill áhugi er á viðfangsefninu. Í breytingum sem þessum getur tæknin spilað lykilhlutverk við að bæta þjónustu og auka skilvirkni í reksti og þess vegna tekur Advania þátt í að skapa umræðuvettvang um þessar spennandi breytingar sem fram undan eru“ sagði Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.