Nýjasta nýtt - 7.6.2018 11:01:00

Markaðstorg Advania verðlaunað

Advania var verðlaunað fyrir að ná mestum árangri í Evrópu í uppbyggingu og þróun á markaðstorgi sínu. Markaðstorg Advania er sjálfsafgreiðslulausn sem byggir á hugbúnaði frá Ingram Micro.

Advania var verðlaunað fyrir að ná mestum árangri í Evrópu í uppbyggingu og þróun á markaðstorgi sínu. Markaðstorg Advania er sjálfsafgreiðslulausn sem byggir á hugbúnaði frá Ingram Micro.

Advania hlaut verðlaun fyrir þróun á sjálfsafgreiðslulausninni „Markaðstorg Advania“ á Cloud Summit ráðstefninunni í Flórída. Markaðstorgið er í dag grunnur að þjónustu fyrir fjölmarga viðskiptavini Advania, en þar að baki liggja yfir 30 þúsund UT notendur, flestir í Svíþjóð og á Íslandi.

Með lausninni geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir um stóran hluta sinnar upplýsingatækniþjónustu á einum stað. Þjónustan einfaldar umsýslu hugbúnaðarleyfa og gerir ábyrgðarmönnum upplýsingakerfa kleift að ráðstafa leyfum og aðgangi að kerfum til notenda. Markaðstorgið færir viðskiptavinum aðgang að úrvali lausna frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Dropbox, Advania ofl. Lausnin einfaldar reikningshaldið því hún veitir á einum stað yfirlit yfir allar skýjalausnir sem viðskiptavinir nota og fá þeir aðeins einn reikning í samræmi við notkun þeirra.

„Markaðstorgið er stórt skref fram á við í þróun á þjónustuframboði Advania og liður í þeirri stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað á markaði. Viðskiptavinir gera í auknum mæli kröfu um að geta þjónustað sig sjálfir hvenær og hvar sem er. Markaðstorgið er lykilþáttur í því. Aðeins er gjaldfært eftir notkun á skýjalausnum, og viðskiptavinum því í lófa lagi að stýra kostnaði í takt við sveiflur hjá fyrirtækinu. Einnig er þægilegt fyrir ábyrgðamenn upplýsingatækni innan fyrirtækja að hafa á einum stað yfirlit yfir alla sína notkun frá ólíkum upplýsingatæknibirgjum. Kerfið er í stöðugri þróun og það er ánægjulegt að hafa hlotið viðurkenningu fyrir starfið sem unnið hefur verið til þessa,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.