Nýjasta nýtt - 8.6.2018 12:01:00

Microsoft valdi Advania sem samstarfsaðila ársins

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins 2018 á Íslandi. Advania fagnar því að viðskiptavinir njóti ávinnings af góðu samstarfi fyrirtækisins við Microsoft.

Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins 2018 á Íslandi. Advania fagnar því að viðskiptavinir njóti ávinnings af góðu samstarfi fyrirtækisins við Microsoft.

Viðurkenningin á samstarfinu við Advania byggir meðal annars á sameiginlegri áherslu Microsoft og Advania á skýjavæðingu upplýsingatækninnar. Microsoft er að færa öll sín viðskiptakerfi í skýið og Advania er í fararbroddi í skýjalausnum á Íslandi. Skýjalausnir stuðla að auknum sveigjanleika og sparar fyrirtækjum dýrar fjárfestingar í vél- og hugbúnaði. Viðskiptavinir Advania njóta því góðs af þessum lausnum Microsoft.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á landinu og hefur innan sinna raða fjölmarga sérþjálfaða Microsoft-sérfræðinga. Þeir veita þjónustu og ráðgjöf um allar vörur Microsoft.
„Við hjá Advania erum ákaflega stolt af því að vera valin samstarfsaðili Microsoft í ár. Með vörum Microsoft getum við fært viðskiptavinum okkar meiri sveigjanleika í rekstri. Við gleðjumst þegar lausnirnar mæta þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

„Vöxtur Advania í sölu í gegnum CSP og vöxtur í viðskiptahugbúnaði auk þess skilnings sem starfsfólk og stjórnendur hafa á skýjavegferðinni með Azure í forgrunni, er ástæðan fyrir því að Advania er samstarfsaðili ársins. Við óskum Advania innilega til hamingju með titilinn og væntum mikils í áframhaldandi samstarfi okkar,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Mynd: Starfsfólk Advania frá vinstri: Kristinn Eiríksson, Sigurður Friðrik Pétursson, Andri Már Helgason og Inga María Backmann ásamt Helgu Dögg Björgvinsdóttur frá Microsoft á Íslandi í miðjunni.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.