Nýjasta nýtt - 11.11.2016 13:48:00

Vefverslanir koma ekki í stað sölumanna

Algengur misskilningur er að vefverslanir stuðli að fækkun stöðugilda, og þá einkum sölumanna, en raunin er sú að vefverslanir breyta hlutverki sölumanna og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að veita þjónustu.

Samkeppnisumhverfi fyrirtækja á Íslandi tekur stöðugum breytingum með tilkomu nýrra samkeppnisaðila, vara og tækni. Mikilvægt er að rekstraraðilar hugi stöðugt að því að auka samkeppnishæfni sína og bæta þjónustu. Ein leið til þess er að setja upp vefverslun sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa vörur og þjónustu hvenær dags sem er.

Meiri tími í að veita góða þjónustu 

Algengur misskilningur er að vefverslanir stuðli að fækkun stöðugilda, og þá einkum sölumanna, en raunin er sú að vefverslanir breyta hlutverki sölumanna og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að veita þjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Advania um öflugri vopn í aukinni samkeppni.

Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri Ekrunnar og einn mælenda á fundinum, segir fyrirtækið hafa náð sölumarkmiðum vefverslunar sinnar ævintýralega snemma eftir opnun hennar: „Við fundum að vefverslunin kallar á breytta hegðun sölufulltrúa. Nú geta þeir snúið sér að því að veita viðskiptavinum betri upplifun, selja vefverslunina og heildarþjónustuna í stað þess að keyra á milli staða og taka pantanir.“  

Betri þjónusta - aukin sala

Þá tóku fyrirlesarar það sérstaklega fram að þeir hefðu góða reynslu af innleiðingu vefverslana sinna. Með þeim hafi gæði þjónustunnar aukist og salan sömuleiðis. „Íslenskt samkeppnisumhverfi kemur til með að breytast þó nokkuð á næstunni, ekki síst vegna komu bandaríska smásölurisans Costco“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Veflausnateymið okkar er skipað fólki sem hefur mikla reynslu af hönnun og uppsetningu vefverslana fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.“

Smelltu hér til að horfa á upptökur frá fundinum Öflugri vopn í aukinni samkeppni.  

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.