Nýjasta nýtt - 25.5.2018 13:37:00

Ný persónuverndarstefna Advania

Í dag tekur í gildi ný reglugerð um persónuvernd víða í Evrópu sem á að skerpa á réttindum einstaklinga gagnvart þeim sem sýsla með persónuupplýsingar. Reglugerðin er kölluð GDPR (General Data Protection Regulation) og markar tímamót í sögu persónuverndar.

Í dag tekur í gildi ný reglugerð um persónuvernd víða í Evrópu sem á að skerpa á réttindum einstaklinga gagnvart þeim sem sýsla með persónuupplýsingar. Reglugerðin er kölluð GDPR (General Data Protection Regulation) og markar tímamót í sögu persónuverndar. Hún staðfestir að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónupplýsinga, verði tryggður fyrir alla.

Á Íslandi mun reglugerðin taka gildi í gegnum EES-samninginn og ný lög um persónuvernd sem bíða meðferðar á Alþingi. Af þessu tilefni birtum við nýja persónuverndarstefnu Advania.

Advania hefur ávallt tekið hlutverk sitt sem vörsluaðili gagna alvarlega og staðið vörð um öryggi gagna sem viðskiptavinir treysta félaginu fyrir. Við höfum verið með ISO 27001 vottun í 9 ár og erum því í sterkri stöðu til að mæta auknum kröfum um öryggi persónuupplýsinga. Við höfum nýlega endurnýjað ISO 27001 vottun félagsins í stjórnun upplýsingaöryggis. Það er lykilatriði til að uppfylla nýjar kröfur sem gerðar eru til vinnsluaðila gagna.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.