Nýjasta nýtt - 12.6.2015 13:56:00

Nýr fjármálastjóri Advania á Íslandi

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir nýr fjármálastjóri Advania á Íslandi.

 
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir nýr fjármálstjóri Advania á Íslandi

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Advania á Íslandi frá og með 1. júlí. Eva tekur við starfinu af Stefáni Sigurðssyni sem lét af störfum í síðasta mánuði. 

Frá árinu 2014 hefur Eva Sóley gegnt starfi forstöðumanns á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi m.a. í fjárstýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjármálastjóra frá árinu 2009 til 2011. Einnig hefur hún verið varaformaður bankaráðs Landsbankans frá árinu 2013.

Eva Sóley er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia Háskólanum í Bandaríkjunum. Hún á farsælan knattspyrnuferil að baki, en Eva Sóley er Bliki og lék með íslenska landsliðinu um árabil. Hún er gift Hilmari Rafni Kristinssyni og eiga þau tvö börn.

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.