Blogg - 25.4.2016 15:47:00

Nýtt myndband: Gögn eru gulls ígildi

Við fjöllum um gagnaöryggi í nýju myndbandi og minnum á morgunverðarfund um þennan mikilvæga málaflokk sem haldinn verður 29. apríl.

Í upplýsingasamfélagi nútímans verður sífellt flóknara að fara rétt með gögn. Miklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja um varðveislu persónulegra gagna en jafnframt hefur myndast umfangsmikil glæpastarfsemi sem snýst um stuld eða misnotkun á gögnum. Þessi glæpastarfsemi tekur á sig fjölbreyttar myndir.  Gögn eru tekin í gíslingu og notendur krafðir um há lausnagjöld. Markvisst er unnið að því að stela gögnum og starfsfólk er blekkt til að hleypa óprúttnum aðilum í innri kerfi fyrirtækja. Gerðar hafa verið stórar álagsárásir á netkerfi sem gera fyrirtækjum ómögulegt að þjónusta viðskiptavini sína.

Félagar mínir, þeir Bjarki Traustason vörustjóri, Sverrir Hákonarson ráðgjafi og Kristján Hákonarson öryggisstjóri fjalla um upplýsingaöryggi og varnir gegn gagnalekum frá ýmsum hliðum í nýju myndbandi.

  

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.