Nýjasta nýtt - 13.3.2017 09:36:00

RARIK og Orkusalan innleiða nýtt orkureikningakerfi

RARIK og Advania hafa samið um kaup og innleiðingu nýju orkureikningakerfi fyrir RARIK og dótturfélag þess, Orkusöluna.

RARIK og Advania hafa samið um kaup og innleiðingu nýju orkureikningakerfi fyrir RARIK og dótturfélag þess, Orkusöluna. Nýja orkureikningakerfið kemur til með að einfalda rekstrarumhverfi og auka skilvirkni. Innleiðing kerfisins hófst í janúar 2017 og áætlað er henni ljúki um mitt ár 2018.

„Við höfum notað Dynamics AX til margra ára og erum spennt fyrir því að taka í notkun orkureikningakerfi sem byggir á sömu lausn“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. „Þetta þýðir að við náum aukinni samþættingu milli tölvukerfa okkar sem eykur hagvæmni og skilvirkni“. 

Forsaga samningsins er sú að Ríkiskaup auglýstu fyrir hönd RARIK eftir þátttakendum á evrópska efnahagssvæðinu sem boðið gætu orkureikningakerfi sem hlotið hefði útbreiðslu í Evrópu og væri samþætt við Microsoft Dynamics AX viðskiptakerfið. Eftir ítarlega skoðun Ríkiskaupa var það metið svo að Advania væri með hagstæðasta tilboðið samkvæmt valforsendum RARIK.

„Það er gífurlega ánægjulegt að fá að taka þátt í þessari vegferð sem RARIK er á“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Við hlökkum til að takast á við verkefnið sem framundan er og hjálpa RARIK að ná fram aukinni skilvirkni í innri verkefnum.“

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.