Nýjasta nýtt - 6.6.2017 10:53:00

Sparnaður ríkisins gæti numið 100 milljónum króna á ári

Advania varð hlutskarpast í rammasamningsútboði Ríkiskaupa sem fram fór í maí síðastliðnum og verður forgangsbirgi Ríkiskaupa á sviði notendabúnaðar.

Ríkiskaup hafa lagt lokahönd á rammasamning um kaup á tölvubúnaði sem gæti sparað íslenska ríkinu um 100 milljónir króna á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Ríkiskaup skilgreina forgangsbirgja vegna kaupa á slíkum búnaði.
 
„Við höfum góða reynslu af þeim rammasamningum þar sem skilgreindur hefur verið forgangsbirgi“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa. „Þetta fyrirkomulag einfaldar innkaupaferla og tryggir ríkisstofnunum hagkvæmari verð og er því samningurinn alveg í anda markmiðs okkar um að auka hagkvæmni í innkaupum opinberra aðila“.
 
Samningurinn kemur til eftir útboðsferli sem lauk í maí síðastliðnum og kveður á um að Advania verði forgangsbirgi Ríkiskaupa næstu tvö árin. Í samningnum eru tilgreindar ákveðnar tegundir notendabúnaðar frá Dell sem ríkisstofnunum stendur til boða að kaupa. 
 
„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur hjá Advania að fá að vera forgangsbirgi Ríkiskaupa á sviði notendabúnaðar næstu árin“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Samningur sem þessi, sem tilgreinir ákveðnar gerðir búnaðar í miklu magni, gerir okkur kleift að sækja betri verð til birgja og skila ávinningnum til viðskiptavina, sem í þessu tilfelli eru ríkisstofnanir. Miðað við endurnýjunarþörf síðustu ára reiknast okkur til að sparnaður ríkisins vegna þessa samnings geti numið um 100 milljónum króna á ári. Við erum stolt af því að geta tryggt opinberum aðilum betra verð á vönduðum tölvubúnaði frá Dell og hvetjum viðskiptavini okkar til að skoða kosti þess að fara í sambærilegt samstarf með okkur.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.