Nýjasta nýtt - 23.9.2016 09:20:00

Tæpur helmingur starfsmanna Advania notar vistvænni samgöngumáta

Advania hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. september. Starfsfólki sem nýtir sér vistvænni samgönguleiðir hefur fjölgað úr 35% frá því í fyrra í 45% í ár hjá Advania.

Advania hlaut samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. september s.l.

Advania hefur gripið til árangursríkra aðgerða síðustu misseri í þeim tilgangi að draga úr umferð fólksbíla á vegum fyrirtækisins og einfalda starfsfólki að nota fjölbreyttari og umhverfisvænni samgöngumáta. Starfsfólki sem nýtir sér vistvænni samgönguleiðir hefur fjölgað úr 35% frá því í fyrra í 45% í ár hjá Advania. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur fram að það þyki stórkostlegt að næstum helmingur helmingur starfsfólks hafi skrifað undir samgöngusamning.

„Þetta hvetur okkur öll áfram. Viðurkenningin er mikill heiður en það sem er best er að samgöngustefnan hefur skilað ánægðari og hraustari starfshóp.“
segir Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania.

Samgönguviðurkenning er veitt árlega og byggir dómefndin val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að einfalda starfsfólki að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn, draga úr umferð á sínum vegum og/eða stuðlað að notkun vistvænna orkugjafa.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.