Nýjasta nýtt - 3.9.2015 20:46:00
Uppselt á Haustráðstefnuna 3ja árið í röð!
Enn og aftur er uppselt á Haustráðstefnu Advania sem fram fer á morgun, föstudag.
Ríflega þúsund manns hafa tilkynnt um þátttöku sína á ráðstefnunni, en það er sami fjöldi og tók þátt í fyrra. Mikil aukning er á erlendum gestum, en þeir eru um 250 talsins í ár.
Ráðstefna með nýju sniði
Haustráðstefna Advania verður með nýju sniði í ár en fyrir hádegi verður glæsileg dagskrá í Eldborg fyrir alla ráðstefnugesti. Eftir hádegisverð geta ráðstefnugestir valið úr fyrirlestrum á þremur þemalínum sem hver um sig inniheldur sex fyrirlestra: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun.Sú metnaðarfyllsta hingað til
- Ráðstefnan er sú 21. sem Advania og forverar þess halda, og hefur aldrei verið lagt jafn mikið í dagskránna og núna. Þetta helst verður á döfinni í Eldborg fyrir hádegi:
- Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
- Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
- Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli
- Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
- Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og dóttir hennar Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
- Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra
- Glæsileg dagskrá eftir hádegi á þremur línum
Eftir hádegið er getur fólk valið úr 19. fyrirlestrum innlendra og erlendra sérfræðinga, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum ýmissa fyrirtækja.