Blogg - 26.8.2015 14:12:00

Veeam eykur gagnaöryggi verulega

Á síðasta ári var Veeam Cloud Connect sett á markað en þessi lausn auðveldar öryggisvistun á gögnum utan gagnavers eða tölvukerfis (off-site) verulega.

Á síðasta ári var Veeam Cloud Connect sett á markað en þessi lausn auðveldar öryggisvistun á gögnum utan gagnavers eða tölvukerfis (off-site) verulega. Hún er sú fyrsta sem er sérhönnuð fyrir endanotendur. Við hjá Advania nýtum þessa lausn í okkar gagnaverum með góðum árangri fyrir okkur og viðskiptavini okkar.

Mikill vill meira

Eins og gjarnan vill gerast þegar fyrsta útgáfa vel heppnaðra tækninýjunga kemur á markað þá vilja notendur meira. Algengasta spurningin sem við höfum fengið er „hvenær ætlið þið að bjóða upp á „VM replication“ sem mætti ef til vill þýða sem „speglun sýndarvéla“ á íslensku. Eins og þið getið ykkur vafalaust til út frá fyrirsögninni á þessari grein þá er „replication“ einmitt í boði í næstu útgáfu af Veeam Cloud Connect. 

Fyrirtæki varin gegn gagnatapi

„Veeam Cloud Connect Replication“ verður hluti af Veeam Availability Suite v9 og er hraðvirk og örugg skýjalausn sem miðar að því að verja fyrirtæki fyrir gagnatapi þegar rekstráfall dynur yfir. Fyrirtæki og þjónustuaðilar styðjast við svokallaða Disaster Recovery  (DR) högun en um er að ræða uppsetningu tölvukerfa og aðferðarfræði til að hámarka uppitíma í nútíma gagnaverum. Það er alkunna að það er dýrt að setja upp og reka slíka högun. Slíkt kallar á tvöföldun á núverandi tölvuumhverfi. 

Mælt með skýjalausnum

Til að viðhalda rekstraröryggi en sleppa við þennan mikla kostnað mælum við með því að fyrirtæki nýti sér skýjalausnir þar sem aðeins er greitt fyrir þá notkun sem raunverulega fer fram. Í lausninni er  örugg SSL/TLS tenging gegnum eitt port til þjónustuaðilans. Óþarft er setja upp flóknar tengingar enda fer öll umferð í gegnum aðeins eitt port.

Full Site Failover er að sjálfsögðu áfram valkostur en nýjung í kerfinu er svokallað Partial Site failover. Þá getur endanotandi tekið hluta af umhverfinu í DR högunina á meðan aðrar sýndarvélar keyra áfram í aðalumhverfinu.

Vörn gegn meiriháttar rekstraráföllum

Diasaster recovery-as-a-service (DRaaS) er án efa ein vinsælasta þjónusta sem Veeam býður. Með Veeam Cloud Connect Replication getur Advania boðið DRaaS fyrir VMware vSphere og Microsoft Hyper-V umhverfi.

Í Veeam er algjör einangrun á milli þeirra viðskiptavina sem eru hýstir á sama vélbúnaði auk innbyggðra netstýringa fyrir allar tegundir af failover. 

Heildarlausn með því sem skiptir máli

  • Einfalt notendaviðmót og sjálfsafgreiðsla 
  • Kerfisstjórar losna við nethögunina, sem er yfirleitt stærsti hausverkurinn þegar kemur að uppsetningu á DR umhverfi
  • Bandvídd er markvisst spöruð í Veeam lausnum og þjálfun á ný kerfi sparast með „Veeam Cloud Connect Replication“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.