Líf og fjör var á ráðstefnunni í Stokkhólmi

Blogg - 16.2.2023 16:08:42

Advania Nordic CX Forum haldið í fyrsta sinn

Á dögunum hélt Advania í fyrsta skiptið Nordic CX Forum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Tilgangur viðburðarins var að deila sérfræðiþekkingu og skapa tengslanet meðal viðskiptavina okkar sem nota Genesys Cloud á Norðurlöndunum.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Advania samsteypan er Gold Partner hjá Genesys og starfar fjöldi sérfræðinga hjá okkur við að skapa heimsklassa viðskiptavinaupplifun.

Genesys er leiðandi lausn fyrir samskiptaver sem annast allar samskiptaleiðir fyrirtækja í einu viðmóti þjónustufulltrúans.

Stór hópur fór frá Íslandi og heppnaðist ferðin með eindæmum vel enda dagskráin ekki af verri endanum. Fyrir hádegi fengum við innblástur með frásögn flugfélagsins Norwegian um það hvernig þau flugu í skýið með Genesys, hvernig þau nota kerfið og hvernig það hefur breytt rekstrinum til muna. Collector Bank gaf okkur svo innsýn í hvernig Workforce Engagement Management (WEM) hefur hagrætt rekstri  samskiptavers þeirra og hvernig endurgjöf til viðskiptavina og skýrslugerð varð einfaldari með þessu magnaða tóli. Að því loknu fór Joakim Skalberg frá Genesys yfir hvaða þróun hefur átt sér stað í Genesys Cloud kerfinu, sem er í sífelldri þróun.

Eftir hádegi sýndu Indicate me og Google hvernig gervigreind eflir Geneysis kerfið enn frekar. Til að mynda Google Contact Center Ai. Að lokum var erindi frá Shelf sem er þekkingartól sem notar gervigreind til að lesa þekkingarskjöl fyrirtækja og byggja upp Q&A síður fyrir innri eða ytri notkun. Shelf býður einnig upp á frábæra tengingu við Genesys með Agent Assist sem kemur sjálfkrafa með tillögur á greinum eða svörum fyrir starfsmenn samskiptavera í samskiptum við viðskiptavini.

Á milli erinda var kaffispjall eða „fika“ eins og Svíarnir kalla þetta. Þar sýndu sérfræðingar möguleikana í kerfinu og svöruðu spurningum, en einnig var hægt að nýta tímann í að efla tengslanetið. Kvöldið endaði svo með frábærum mat og skemmtun.  Hugmyndin er að ráðstefnan flakki á milli landa og er kosið hverju sinni um land. Hver veit nema að Ísland verði fyrir valinu á næsta ári. Þeim fer ört fjölgandi fyrirtækjunum sem nota Genesys fyrir sín samskiptaver og efumst við ekki um að íslenski hópurinn muni stækka enn meira á næsta fundi.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.