Nýjasta nýtt - 25.5.2022 16:31:37

Advania tilnefnt til Oracle-verðlauna

Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.

Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.

Tilefni tilnefningarinnar eru Oracle lausnir sem hafa verið þróaðar og innleiddar fyrir Íslenska ríkið og innleiðing Oracle ERP/EPM fyrir Landsbankann. Þar ber hæst að nefna lausn sem notuð er til að auka sjálfvirkni í móttöku og bókun reikninga.

„Eitt af því sem gerir Ísland frábrugðið mörgum öðrum mörkuðum er útbreidd notkun á XML reikningum. Að auki þá er launakostnaður hár hér á landi sem gerir auka kröfu á sjálfvirkni í ferlum eins og bókun reikninga. Við smíðuðum því skýjalausn fyrir Oracle Fusion ERP kerfið sem sér um að bókar rafræna reikninga sjálfkrafa. Þessi lausn hefur sparað mikla vinnu í meðhöndlun rafrænna reikninga ásamt því að fækka villum og gera ferlið skilvirkara,“ segir Árný Elfa Helgadóttir Oracle EBS ráðgjafa Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.