Fréttir - 3.9.2025 00:00:00

Bein útsending frá vefdagskrá Haustráðstefnunnar

Í dag fer fram vefdagskrá Haustráðstefnu Advania. Vefráðstefnan er frí og opin öllum sem skrá sig.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Áherslur Haustráðstefnunnar í ár eru gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun.

Á vefráðstefnunni fáum við að heyra frá fimmtán sérfræðingum í þessum málaflokkum.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með útsendingunni frá 9.10 til 12.30 í dag hér á vef Advania. Upptökurnar verða einnig aðgengilegar að útsendingu lokinni. Bæði eru þetta fyrirlestrar á íslensku og ensku.

Dagskrá vefhluta Haustráðstefnu Advania 2025

  • 9:10 Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania opnar ráðstefnuna
  • 9:15 Leifur Steinn Gunnarsson – Gagnaver sem hjálpa
  • 9:30 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir - AIconomies of Scale: leveraging a passion for product knowledge to drive change in fashion
  • 9.45 Tryggvi Freyr Elínarson – Er ChatGPT ekki örugglega að finna vefinn þinn?
  • 10:00 Henri Schulte - The Agentic Future - Building AI applications that reason, act, and learn
  • 10:15 Helena Jónsdóttir – Mannauður sem sjálfbær auðlind
  • 10:30 Birna Íris Jónsdóttir - Rammasamningur Stafræns Íslands - umbreytingarafl í nýsköpun og þróun
  • 10:45 Guðjón Ólafsson og Ósvald Jarl Traustason – Vörumst netsvik saman
  • 11:00 Hjörtur Sigurðsson – Næsti forritari fyrirtækisins… er ekki forritari
  • 11:15 Jóhannes Eiríksson og Tómas Eiríksson – Gervigreindin verður leikbreytir í störfum lögfræðinga
  • 11:30 Eyvar Örn Geirsson – Ölduorka við Íslandsstrendur – Ónotaður orkukostur framtíðar
  • 11:45 Hannah Ajala-Rahman - Equity by Design: Who’s Left Behind in a Digital Europe?
  • 12:00 Kolfinna Tómasdóttir – Frá magatilfinningu til samfélagslegra áhrifa
  • 12:15 Ásta Maack – Endurnýjun í stað úreldingar: Lengjum líftíma raftækja

Tölum saman um gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun

Á morgun, fimmtudaginn 4. september, fer svo fram aðaldagskrá Haustráðstefnunnar í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.

Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni .

Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.

Í Hörpu fer líka fram fjöldi hliðarviðburða frá samstarfsaðilum okkar, mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum í heimi.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.