Tölvurnar eru hinar glæsilegustu og væntanlegar til landsins með hækkandi sól

29.04.2025

Dell kynnir nýjar tölvulínur

Dell tekur stefnuna á gervigreind í öllum sínum vélum og gefur út nýjar tölvur í öllum flokkum með gervigreindarörgjörvum. Til að auðvelda notendum að finna réttu AI tölvuna, hefur fyrirtækið búið til þrjá vöruflokka sem miða á lykilþarfir notenda og einfalda valið á réttu tölvunni.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Við kynnum: Dell, Dell Pro og Dell Pro Max

Dell línan er hugsuð fyrir leik, skóla og vinnu, Dell Pro fyrir framleiðni í vinnu, og Dell Pro Max fyrir hámarksafköst.

Innan hvers flokks er svo að finna þrjár útgáfur: Base útgáfurnar bjóða upp á mestu hagkvæmnina, Plus býður upp á sveigjanleika og afl, en í Premium er að finna tölvurnar með áherslu á yfirburða hönnun og meðfærileika.

Dell Pro

Nýja Dell Pro fartölvulínan er með nýtt og ferskt útlit og er hugsuð fyrir fólk á vinnumarkaði. Þessar tölvur eru meðal minnstu og léttustu fartölva í sínum flokki. Gerðar úr endingargóðum og traustum efnum og fara létt í gegnum vinnudaginn. Þær þola allt að þrisvar sinnum fleiri opnanir, föll og högg við venjulega notkun samanborið við tölvur í sama flokki frá samkeppninni. Sem tryggir að þær standast álag daglegrar notkunar. Hagkvæmasta útgáfan af línunni heitir einfaldlega Dell Pro. Þær eru fáanlegar í 14“ og 16“ skjástærðum í 16:10 hlutföllum. Þær eru með einstaklega góðri rafhlöðuendingu, og á sérstaklega góðum kjörum.

Dell Pro Plus

Dell Pro Plus er ein sveigjanlegasta fartölvan fyrir fyrirtæki í heiminum og mætir þörfum allra tegunda starfsmanna. Hún er fáanleg í ýmsum gerðum (venjulegar fartölvur og 2-í-1 spjaldtölvur) og í nokkrum skjástærðum. Allar þó með sama BIOS kerfi til að einfalda innkaup fyrirtækja og stjórnun fyrir upplýsingatæknideildir. Dell Pro Plus eru einfaldar og fágaðar í útlit í platínusilfri. Hún er hönnuð með 50% endurunnu áli, sem er bæði  endingargott og sjálfbært. USB, HDMI og Thunderbolt tengi, ásamt 5G og Wi-Fi 7, tryggja áreiðanlega tengingu og sveigjanleika - óháð því hvar þú vinnur.

Dell Pro Premium

Dell Pro Premium er Copilot+ tölva. Hún er létt og verulega flott, en öflug fartölva fyrir stjórnendur, sölustjóra og ráðgjafa sem meta afköst og meðfærileika. Hún er fáanleg í 13 og 14 tommu skjástærðum og er grennsta og léttasta tölvan í Pro línunni. Frá aðeins 1,07 kg. Dell Pro Premium býður upp á allt að 21,2 klukkustunda rafhlöðuendingu, sem er 51% lengri endingartími en í forveranum. Á meðan afköstin aukast um allt að 36%. Vélarnar eru með 8MP myndavél með HDR og því fullkomnar fyrir fjarvinnu og fjarfundi.

Dell Pro 14 Premium verður fyrsta fartölvan fyrir fyrirtækjamarkað með Tandem OLED skjá. Skjárinn notar 24% minni orku og er 49% léttari en hefðbundnir OLED skjáir, en sýnir einstaklega bjarta og líflega liti. Grindin á Dell Pro Premium er gerð úr 90% endurunnu magnesíum. Vélin er því ekki bara glæsileg, heldur einnig létt og endingargóð.

Dell Pro Max

Dell Pro Max línan er hönnuð fyrir krefjandi forrit. Þær líta eins út og Dell Pro tölvurnar, en með tækni sem býður upp á hæstu afköst í vinnutölvum. Ný 16“ útgáfa gerir flókna vinnu sérstaklega þægilega og með stuðningi við allt að NVIDIA RTX 2000 Ada skjákort, er krafturinn kominn sem þarf fyrir gervigreindargreiningu, myndvinnslu og skapandi vinnu.

Hvenær er svo hægt að kaupa?

Nákvæmar dagsetningar koma á hreint innan skamms, en gera má ráð fyrir að fyrstu tölvurnar detti inn á allra næstu vikum. Ef þú vilt vera fremst í röðinni og heyra fyrst af komu nýju vélana, er um að gera að skrá sig á póstlistann okkar:

Fleiri fréttir

Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.