Blogg - 18.9.2025 14:17:15

Dótadagur í Advania Akureyri

Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Fortinet kynnti net og öryggislausnir

Sérfræðingar frá Fortinet á Íslandi mættu á svæðið og kynntu öflugar lausnir í netöryggi. Þeir sýndu fram á virkni kerfanna og svöruðu spurningum gesta af mikilli fagmennsku. Með þeim var Vignir Benediktsson, sölusérfræðingur í netlausnum hjá Advania, sem veitti innsýn í það hvernig lausnirnar nýtast í mismunandi rekstrarumhverfi.

Nýjungar í samskiptalausnum og öryggisbúnaði

Sigurgeir Þorbjarnarson, vörustjóri funda- og samskiptalausna hjá Advania, fór svo yfir það nýjasta í vöruframboði fyrirtækisins. Þar má nefna:

  • Verkada myndavéla- aðgangsstýringa og öryggislausnir
  • Nýjustu fjarfundalausnirnar
  • Október Skjáfest tilboð á iiyama skjám – sem nú eru til sýnis á skrifstofunni á Akureyri
Það var margt um manninn á nýju skrifstofunni okkar á Akureyri.

Það var margt um manninn á nýju skrifstofunni okkar á Akureyri.

Dell vörulína og góðar móttökur

Gestir fengu einnig að skoða nýjustu fartölvur og skjái frá Dell, sem vöktu mikla athygli. Það var greinilegt að áhuginn var mikill – enda tóku Sigurður Rúnar og Jónas á móti gestum af höfðingsskap og tryggðu að allir fengju góða upplifun.

Hafðu samband – við höfum lausnina!

Við hjá Advania viljum þakka öllum sem mættu og gerðu daginn að því sem hann var – fróðlegur, skemmtilegur og tengdur. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira – starfsfólk Advania er alltaf með lausnina fyrir þig!

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.