Blogg - 8.9.2025 12:00:00

Gervigreind Verkada gegn þjófnaði í verslunum

Það var líf og fjör á Haustráðstefnu Advania þar sem Verkada var bæði með hliðarviðburð og sýningarbás og fengu gestir tækifæri til að kynnast lausninni og sjá hvernig gervigreindin nýtist í öryggis- og rekstrarvöktun.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Lausnin vakti mikla athygli. Sérstaklega fyrir einfaldleika í rekstri og hvernig hún nýtir gervigreind til að greina hegðun, bregðast við atvikum og viðbragð í rauntíma.

Á ráðstefnunni var einnig frumsýnt myndband sem var gert í samstarfi við Samkaup. Þar var sýnt hvernig Verkada lausnin er nú sett upp í nokkrum Nettó verslunum til að sporna við þjófnaði sem hefur því miður aukist verulega í verslunum að undanförnu. Lausnin býður upp á snjalla myndavélatækni, aðgangsstýringu og greiningar sem gera starfsfólki kleift að bregðast hratt og örugglega við.

Þjófnaður í verslunum er vaxandi áskorun og hefur áhrif á bæði rekstur og starfsfólk. Því er mikilvægt að verslanir geti nýtt sér nútímalausnir til að verjast þessum vanda. Verkada býður upp á samþætta og notendavæna lausn sem getur skipt sköpum í baráttunni gegn tjóni og óöryggi.

Við hjá Advania erum alltaf tilbúin í fundi með nýjum viðskiptavinum sem vilja kynna sér Verkada lausnina nánar – hvort sem það er fyrir verslanir, skrifstofur eða aðra starfsemi þar sem öryggi og yfirsýn skipta máli.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.