10.01.2025

NVIDIA kynnir ofurtölvu fyrir okkur hin

NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.

Lykillinn er GB10 ofurflagan

GB10 er ARM kerfi (e. System on a chip) og er byggt á NVIDIA Grace Blackwell arkitektúr. Flagan skilar allt að einu petaflop-i af afköstum í gervigreindarverkefnum, frammistöðutala sem aldrei hefur sést áður í tölvu af þessari smæð. GB10 inniheldur NVIDIA Blackwell GPU, NVIDIA Grace örgjörva, 128GB vinnsluminni og allt að 4TB af geymslurými. Auk þess er hægt að nýta NVIDIA ConnectX til að tengja tvær vélar saman og keyra þannig módel með allt að 405 milljörðum breyta. Fyrir þau sem skilja hvað eitthvað af þessu þýðir, eru því verulega spennandi tímar framundan.

Ofurtölvutæknin Grace Blackwell AI verður innan seilingar

Með Grace Blackwell arkitektúrnum sem tæknin er byggð á, geta fyrirtæki og notendur set fram frumgerðir, fínstillt og prófað módel á vélinni, og gefið út á NVIDIA DGX Cloud eða öðrum skýjalausnum. Þetta gerir notendum kleift að vinna gervigreindarvinnu á staðnum, og skala svo upp sömu tækni í skýinu. Samhliða opnast fyrir ótal verkfæri frá NVIDIA sem notuð eru í gervigreindarvinnu, t.d NVIDIA NeMo, NVIDIA RAPIDS, NVIDIA Blueprints og NVIDIA NIM.

Verður í boði hjá Advania

Advania á Íslandi er Elite Partner hjá NVIDIA. Project DIGITS ofurtölvan er því væntanleg í sölu seinna á árinu. Verð og tímasetningar verða tilkynnt síðar, en hægt er að fylgjast með framvindu mála með því að skrá sig á póstlistann Innviðalausnir:

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.