Varnir gegn álagsárásum - DDoS

Verðu fyrirtæki þitt fyrir álagsárásum

Álagsárásir færast mjög í vöxt. Undanfarið hafa íslensk fyrirtæki fundið fyrir DDoS (Distributed Denial of Service) árásum í auknum mæli og má búast við að þær færist í aukana.

Af hverju eru álagsárásir gerðar?

Álagsárásir eru gerðar í margvíslegum tilgangi, stundum eru þær af pólitískum toga en einnig þekkist að þær snúist um fjárkúgun eða til að dulbúa innbrot og gagnastuld. 

Varnir Advania fyrir álagsárásum

Advania býður viðskiptavinum sínum sérsniðna og öfluga árásarvarnarlausn í samstarfi viðStaminus Communications. Lausn Advania er ávallt virk, eykur skilvirkni og minnkar líkur á því að lokað sé á réttmæta vefumferð. Að auki styður lausn Advania allar mögulegar tengileiðir á Íslandi og handvirka möguleika fyrir lokun.

Álagsárásir og varnir gegn þeim

  

Varnarpakkar Advania

Við bjóðum þrjá varnarpakka sem taka mið af stærð árása:

  • DDoS10 - allt að 10Gb/s vörn
  • DDoS40 - allt að 40Gb/s vörn
  • DDoS100+ - ver allt að afkastagetu kerfisins

Stærsti pakkinn 100Gb/s+ ver árasir upp að afkastagetu kerfisins en heildarafkastageta kerfisins er stöðugt í endurskoðun og tekur mið af því að geta varist árasir yfir 1000Gb/s eða 1Tb/s.

Til að tryggja gæði varnarinnar er fylgst með þjónustu viðskiptavina frá hátt í 20 mismunandi stöðum í heiminum með ICMP ping, TCP og UDP tengingum með mínútu millibili.

Ummæli
Uppitími er okkur gríðarlega mikilvægur. Advania sér um að verja okkur fyrir álagsárásum (DDoS árásum) sem hafa það að markmiði að gera þjónustu okkar hæga eða óaðgengilega þannig að við erum áhyggjulaus. Þjónusta og stuðningur þjónustuaðila er mikilvægasti þátturinn í vali okkar á þeim sem ver okkur fyrir álagsárásum. Þjónusta Advania er aðgengileg allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við vitum að ef eitthvað kemur upp á eru sérfræðingar Advania ávallt til reiðu hvenær sem það gerist. Advania hefur sérþekkingu á að verjast DDoS árásum og ég er glaður að við völdum þeirra varnir.
  • Henri K. Johannes
  • OrangeWebsite

Áralöng reynsla sérfræðinga Advania

Advania hýsir fjölda alþjóðlegra og innlendra aðila í gagnaverum sínum og hefur um árabil varist fjölda umfangsmikilla álagsárása, eða DDoS árása. 

Sérsniðin lausn fyrir íslensk fyrirtæki og íslenskt netumhverfi

Árásarvarnarlausn Advania er sérsniðin fyrir íslenskt netumhverfi og íslensk fyrirtæki. Hún er því góður valkostur við aðrar lausnir sem gjarnan eru afar kostnaðarsamar og byggja á að umferð er færð yfir á varða tengingu þegar árás stendur yfir. 

Hvaða fyrirtæki þurfa að verjast hugsanlegum árásum?

Fyrirtæki og stofnanir sem reka mikilvæga þjónustu á netinu sem er viðkvæm fyrir þjónusturofi og árásum. Þar má nefna vefsetur fyrirtækja, vefverslanir, bókunarvefi, póstgáttir og nafnaþjónar. 

Umsýsla í þínum höndum

Viðskiptavinir fá aðgengi að umsýslutólum fyrir lausnina. Viðvaranir um yfirstandandi árás eru sendar beint á valda starfsmenn fyrirtækja sem verða fyrir þeim.

Fræðast um álagsárásir