25.4.2012 | Blogg

Ný útgáfa af Microsoft Dynamics Ax 2012 kynnt

advania colors line
Microsoft ráðstefnan Convergence 2012 var haldin í Houston Texas dagana 18. til 21. mars 2012. Alls tóku 10.230 manns frá 50 löndum þátt í ráðstefnunni og 270 fyrirtæki kynntu sig á sýningu sem haldin var á ráðstefnusvæðinu. Þetta er í sextánda sinn sem ráðstefnan er haldin og aldrei áður hefur umfang hennar verið jafn mikið. 

Nýjungar í Dynamics AX 2012

Á ráðstefnunni voru nýjungar fyrir Dynamics Ax 2012 kynntar. Fleiri en 1.200 nýjar aðgerðir hafa bæst við í Dynamics AX 2012 frá eldri útgáfu. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði: 
  • Innleiðingar auðveldaðar
  • Stórbætt sýn á reksturinn 
  • Mannauðskerfi fyrir alla (innifelur sjálfsafgreiðslu starfsmanns)
  • Auðveldara að stilla upp skipulagi fyrirtækis  
  • Ótakmarkaðar víddir í fjárhag 
Það verður því spennandi að innleiða Dynamics AX 2012 hjá viðskiptavinum Advania. 

Lausnir þvert á vörur

Notendur Dynamics Ax geta nýtt sér margar spennandi viðbótarlausnir. Gott dæmi er Management Reporter 2012 sem er öflugt skýrslugerðartæki sem gefur aukinn sveigjanleika við hönnun á fjárhagsskýrslum.  Aðrar lausnir eins og áætlanagerð með Microsoft Forecaster og  lausnir sem nýtast við utanumhald viðskiptatengsla með Microsoft CRM voru einnig kynntar á ráðstefnunni.

Sterk staða Microsoft

Keven Turner, Chief Operating Officer hjá Microsoft sagði í lykilræðu sinni á Convergence ráðstefnunni að tímamót væru í upplýsingatækni, viðskiptum og hjá Microsoft. Hann nefndi sérstaklega þjónustu í tölvuskýjum sem öll fyrirtæki ættu að nýta sér að hans mati. Hann minnti á sterka stöðu Microsoft, fyrirtækið væri stærsta hugbúnaðahús heims með 95.000 starfsmenn í 191 landi, hefði 640.000 samstarfsaðila og 1.5 milljarða viðskiptavini sem nýta hugbúnað frá Microsoft.

Sýningin

Mjög viðamikil og fjölbreytileg sýning var haldin í tengslum við Convergence ráðstefnuna þar sem 268 fyrirtæki kynntu hvað þau hafa upp á að bjóða. Á sýningarsvæðinu var Microsoft með sérfræðinga,  hvern á sínu sviði sem gott aðgengi var að.  Hægt var að leita til þeirra með vandamál og lausnir í Dynamics AX 2012 og nýttum við okkur það óspart.  

Starfsmenn Advania

Auk mín sóttu þrír starfsmenn Advania ráðstefnuna, þeir Valgeir Smári Óskarsson, Ólafur Björnsson og Gunnar Ingimundarson. Áhersla var á að kynna sér efni um Microsoft Dynamics AX 2012. Þar að auki fór Valgeir á Microsoft Dynamics AX 2012 Retail ráðstefnu sem haldin var 22. – 24. mars í Houston og fjallaði fyrst og fremst um lausnir fyrir smásölu. 


Um höfundinn
Kristín Þorkelsdóttir er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Advania. 

Hafa samband

Viltu vita meira um Microsoft Dynamics Ax 2012?
Hafðu samband við Kristínu með því að senda henni tölvupóst.
 


TIL BAKA Í EFNISVEITU