4.7.2012 | Blogg

Viðskiptahugbúnaður tekur stakkaskiptum

advania colors line
Það getur verið mikil fjárfesting í viðskiptahugbúnaði sem ætlaður er stærri fyrirtækjum frá hugbúnaðarrisum eins og til dæmis Microsoft, SAP og Oracle. Slíkur hugbúnaður er gjarnan kallaður „Enterprise“ hugbúnaður sem þýðir að hann er ætlaður fyrir stórar skipulagseiningar. Fyrir fjárfestinguna fá notendur öryggi og áreiðanleika í rekstri og möguleika á mikilli gagnvirkni kerfishluta. Þessi hugbúnaður gerir stórum rekstrareiningum kleift að styrkja sjóðsstreymi og hagræða í rekstri með sjálfvirkni og stýrðum ferlum.

Nýr heimur í hugbúnaðarþróun

Það er hröð þróun í viðskiptahugbúnaði. Aðgengi að opnum hugbúnaði, stöðlun á tækniforskriftum og fjölgun frumkvöðla hefur skilar sér í ótal nýjungum. Nýir aðilar byggja vöruþróun og markaðssetningu gjarnan á ókeypis nýskráningu, einföldu viðmóti og áskriftargjöldum fyrir aukna virkni. Þetta lækkar eða fjarlægir hefðbundna þröskulda fyrir innleiðingu hugbúnaðar og kerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi þróun í átt að SaaS (e. Software as a Service) þvingar hugbúnaðarrisana til að endurhugsa leyfisskylda tekjumódelið sitt.

Nýr heimur fyrir samskipti við notendur

Notendur ætlast til að geta byrjað að nota/meta hugbúnaðinn án þess að ganga frá heljarinnar samning um leyfis- og þjónustugjöld.  Með uppsetningu kerfa á tölvuskýi er ekkert mál að bjóða upp á ókeypis aðgang og svo skala eftir þörfum án þess að notendur finni fyrir breytingum. Litlir hugbúnaðarframleiðendur eru sveiganlegri og óhræddir við breytingar, eiga auðveldara með að meðtaka gagnrýni og uppfæra kerfi í samræmi við óskir notenda samhliða reglulegri útgáfu af nýjungum. Samfélagsmiðlar og spjaldtölvur/snjallsímar eru að formfesta nýtt notendaviðmót og gera notendur virkari í endurgjöf. Þessi viðskiptavinavæðing þvingar risana til að endurhugsa hvernig notendur vilja haga sínum samskiptum við kerfin.

Nýr heimur fyrir hugbúnaðarrekstur

Við erum í dag að taka smá skref í átt að stökki yfir í nýjan tækniplatform (Mobile interface, Cloud, Apps, Social og Big data) sem fela í sér víðtækar og áhrifamiklar breytingar á alla sem vinna í upplýsingatækni. Þessar breytingar gera jafnt kröfu um aðlögun sem og að skapa tækifæri fyrir vöxt og ný viðskipti. Upp á síðkastið hafa Enterprise aðilar verið duglegir að taka yfir fyrirtæki sem bjóða uppá þjónustu og lausnir í skýjum – allt sem hluti af því að byggja upp heildstætt umhverfi í skýjahöllinni sinni.

Þegar fram líða stundir, er spurning hvort litlu aðilarnir nái að tengja lausnir sínar líkt og kerfishlutar í Enterprise, eða hvort risarnir verði nógu fljótir að aðlagast umhverfinu í þessum nýja heim tækninnar.



TIL BAKA Í EFNISVEITU