17.10.2012 | Blogg

Scrum styttir tímann frá hugmynd að veruleika

advania colors line

Með innleiðingu Agile og Scrum hefur fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum tekist að stytta tímann frá hugmynd að veruleika og auka ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Kjarninn í Scrum aðferðafræðinni er að þverfaglegt teymi sérfræðinga hjálpast að við að leysa flókin vandamál og koma fullkláraðri vöru á markað. Eftir innleiðingu á Scrum hafa fáir áhuga á því að hverfa aftur til fyrri vinnubragða.

Hvað er Scrum?

Scrum er vinnukerfi sem leiðir til lykta flókin verkefni með teymisvinnu, með nýsköpun í fyrirrúmi, og byggir á einföldu vinnulagi:

  • Verkefnið er skilgreint skýrt og hnitmiðað (e. vision) 
  • Verkefnið er brotið niður í forgangsraðaðan óskalista viðskiptavinar sem kallast Product Backlog
  • Teymið vinnur í 2-4 vikna sprettum til að tryggja hámarksvinnufrið og sveigjanleika
  • Teymið tekur fyrir afmarkaðan hluta af óskalistanum og skipuleggur framkvæmdina í sameiningu
  • Hópurinn metur daglega framgang verks á 5-15 mínútna standandi fundi (e. Daily Scrum)
  • Í lok spretts á verkið að vera eins tilbúið til afhendingar og hægt er
  • Spretturinn endar með sýningu á unnu verki og fundi þar sem teymið lítur um öxl og ákveður hvernig bæta má vinnubrögð

Hlutverk eru vel skilgreind

Í Scrum eru tvö formleg forystuhlutverk. Fyrstan ber að nefna Product Owner, sem er talsmaður allra hagsmunaaðila og viðskiptavina gagnvart teyminu. Hans vinna endurspeglast í Product Backlog, sem hann sér um að skrifa, viðhalda, forgangsraða og útskýra fyrir teyminu. Scrum Master einbeitir sér hins vegar að teyminu og verndar það fyrir truflunum, ásamt því að ryðja úr vegi hindrunum á framgangi mála.  Scrum Master er allt í senn fundarstjóri, fóstri, þjálfari og leiðtogi. Þetta er mjög krefjandi hlutverk sem snýst meðal annars að kenna hópnum að stýra sér sjálfur að settu marki. Scrum Master þarf að tryggja virka þátttöku allra og ýta undir samstarf innan teymisins og miðla málum þegar ágreiningur kemur upp.

Þjálfun starfsmanna er lykilatriði

Við innleiðingu og viðhald Scrum í þróunarteymi eða heilu fyrirtæki, er þjálfun starfsmanna lykilatriði. Teymi þurfa a.m.k. hálfs dags kennslu í nýjum vinnuaðferðum. Þeir sem taka að sér forystuhlutverkin þurfa að mennta sig sérstaklega, lesa bækur, sækja formleg námskeið (svo sem Certified Scrum Master) og fá markþjálfun (e. coaching) frá einstaklingum með víðtæka Scrum reynslu.

Hvers vegna er þjálfun svona mikilvæg?

Í fyrsta lagi þá er Agile einfalt, en ekki auðvelt. Reglur eru fáar en viðfangsefnin sem þær eiga við eru flókin. Að "brjóta kröfur til virkni upp í viðráðanlega búta sem hægt er að útfæra á X dögum" hljómar einfalt en getur verið afar erfitt nema þú hafir reynslu af því. Í öðru lagi flýtir það fyrir því að teymið læri á verkefnið að hafa einhvern með víðtæka reynslu á staðnum. Öll fyrirtæki og teymi eru einstök en um leið oft ótrúlega lík.  Reyndir Agile-þjálfarar sjá fljótt vandamál sem þeir hafa séð áður, geta svarað krefjandi spurningum og rutt úr vegi hindrunum. 

Kennsla og þjálfun í Agile aðferðum

Advania hefur undanfarin tvö ár boðið upp á kennslu og þjálfun í Agile aðferðum. Haldin eru fjögur opin námskeið á ári í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og er Advania einnig í samstarfi við Scrum Foundation um tveggja daga viðurkennd námskeið sem veita Certified Scrum Master vottunargráðu. Fyrir utan að ræsa og þjálfa Scrum teymi innanhúss hjá Advania höfum við hjálpað viðskiptavinum í hugbúnaðar- og fjármálageiranum við að ná meiri árangri í hugbúnaðargerð með Agile aðferðum.

Við getum aðstoðað

Með því að fá þjálfun í Agile aðferðum hjá ráðgjöfum Advania leggur þú grunninn að aukinni ánægju viðskiptavina og starfsmanna, markvissari og arðbærari vinnu og auknu frumkvæði og nýsköpun.
 

Framundan eru spennandi viðburðir á sviði Agile og Scrum aðferðafræðinnar:

TIL BAKA Í EFNISVEITU