14.11.2012 | Blogg

ProcessWorld ráðstefnan - webMethods og Aris 9.0

advania colors line

Dagana 15. til 17. október hélt þýska fyrirtækið Software AG (SAG) sína árlegu ProcessWorld ráðstefnu í Orlando á Flórida. Software AG hefur um árabil verið leiðandi á sviði hugbúnaðarlausna fyrir samþættingu upplýsingakerfa (Application Integration), rafræn viðskipti (B2B) og stjórnun viðskiptaferla (Business Process Management). 

Samstarfsaðili Advania í samþættingu til margra ára

Advania hefur lengi verið samstarfsaðili SAG og mörg íslensk fyrirtæki nota webMethods samþættingarbúnaðinn sem undirstöðu í sinni tæknihögun. Eins og öll framsækin fyrirtæki leita þau stöðugt leiða til að auka hagkvæmni og bæta þjónustu með nýjustu tækni. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um sjálfvirkni, hraða og greiðari aðgang að upplýsingum. Af þessu leiðir að framleiðendur grunnbúnaðar eins og SAG þurfa að þróa hann markvisst til að halda í við síbreytilegar þarfir markaðarins. Næsta útgáfa af webMethods, 9.0 kemur út í byrjun árs 2013. Í henni eru fjölmargar áhugaverðar nýjungar og er fjallað um nokkrar þeirra hér á eftir.

Fjórir frumkraftar

Á ráðstefnunni kom fram að ráðgjafarfyrirtækið Gartner telur að fjórir kraftar muni helst hafa áhrif á þróun upplýsingatækni í viðskiptaheiminum á næstu árum. Athyglisvert er að þessir kraftar hafa að mestu komið frá almennings- og afþreyingarmarkaðnum en eru smátt og smátt að breyta því hvernig fólk í atvinnulífinu notar upplýsingatækni. Þessir fjórir frumkraftar voru hluti af yfirskrift ráðstefnunnar enda lítur SAG á þá sem leiðarvísi í sinni stefumörkun.

Mobile
Notkun á snjallsímum og spjaldtölvum verður stöðugt almennari og notendaskil hefðbundinna vinnustöðva þróast í átt að viðmóti slíkra tækja. Ávinningurinn verður meiri hraði og sveigjanleiki,  vinnan verður óháð stað og stund.  Í útgáfu 9.0 af webMethods verður aukinn stuðningur við „mobile“ viðmót og app þróun. 

Social
Í stað hefðbundins glugga- og vefsíðuviðmóts þróast notendaskil viðskiptakerfa í átt að atburða-drifnu viðmóti líkt og við þekkjum t.d. frá Facebook og Twitter. Á ráðstefnunni var kynnt það sem kallað er Twitter for the Business people í næstu útgáfu Aris verkferlakerfisins.  

Big Data
Umfang gagna sem fyrirtæki geta nýtt í viðskiptum er að margfaldast. 90% af aðgengilegum gögnum hafa orðið til á síðustu 2 árum. Til að vinna verðmæti úr þeim þarf öfluga tækni.  Með svokallaðri „in-memory“ tækni sem kemur með Terracotta hugbúnaðinum verður gagnavinnsla hraðvirkari og einfaldara að vinna með stórar gagnaeiningar. Innra minni á netþjónum er nýtt til að auka svartíma og „asynchronous“ gagnastraumar koma í meira mæli í stað venjulegrar „transactional“ gagnavinnslu.

Cloud
Framboð á þjónustum í svokölluðu Skýi (Cloud) eykst hratt.  Það kallar á meiri þarfir á sviði samþættingar og öruggra rafrænna viðskipta. Í webMethods 9.0 CloudStreams einingunni eru tenglar við stærstu þjónustuveitendur í Skýinu (t.d. Google, Amazon, SalesForce o.s.frv.) auk almenns stuðnings við SaaS (Software as a Service).

Software AG áfram leiðandi

Undanfarin ár hefur SAG keypt fjölmörg fyrirtæki til að útvíkka vöruframboð sitt í samræmi við framtíðarsýn fyrirtækisin. Ljóst er að markmið SAG eru mjög metnaðarfull og fyrirtækið ætlar sér áfram að vera í fararbroddi á markaðnum. Reyndar er þrautinni þyngra að samhæfa margar mismunandi hugbúnaðareiningar í einn pakka. Reynsla SAG, opnari staðlar og almennari högun auðveldar þó verkefnið. 

Á sviði samþættingar og viðskiptaferla býður SAG núna tvær aðal hugbúnaðarsvítur: webMethods og Aris. Í hvorri útgáfu fyrir sig er síðan fjöldi eininga til að leysa mismunandi þarfir fyrirtækja í viðskiptaheiminum. Útgáfur 9.0 af bæði webMethods og Aris koma út á fyrri hluta árs 2013.  

Í Gartner töfratengingunum (Magic Qudrant) tveimur hér að neðan er hægt að sjá tvær nýlegar úttektir á stöðu Software AG hvað varðar viðskiptaferla (Business Process Analysis Tool) hins vegar og samþættingu (Appliation Infastructure) hins vegar.

Magic Quadrant for Business Process Analysis Tools
Magic Quadrant for Application Infrastructure

webMethods 9.0


Helstu nýjungar í webMethods 9.0 eru eftirfarandi:
  • CloudStreams auðveldar notkun á þjónustum í Skýinu
  • CommandCentral stýrir rekstrarumhverfi 
  • MobileGateway nýtist fyrir tengingar við síma og spjaldtölvur
  • Pulse fyrir atburðastrauma milli viðskiptaferla og samfélagsmiðla (Social Media)
  • ActiveTransfer fyrir hraðvirkari skráarflutninga
  • Síðast en ekki síst má nefna hinn umtalaða verðlaunagrip Terrocotta sem með „in-memory“ tækni á að stórauka afköst.

Aris 9.0

Aris hugbúnaðurinn er ekki jafn þekktur og webMethods hérlendis. Með honum má setja setja upp módel fyrir viðskiptaferla, greina þá og besta. Að stofni til er Aris þroskaður hugbúnaður sem hefur lengi verið í notkun hjá mörgum erlendum fyrirtækjum, jafnvel meira en áratug. 

Helstu nýjungar í Aris 9.0 eru á sama hátt og í webMethods aukin „Mobile“ virkni, stuðningur við dreifðar þjónustur í Skýinu, Terracotta minnisstjórnunin. Með Aris-Connect geta notendur fylgst með og stjórnað viðskiptaferlum með „Social Media“ tækni.
TIL BAKA Í EFNISVEITU