28.10.2013 | Blogg

Hvað skal hafa í huga þegar tölvuskjár er keyptur?

advania colors line
Oft áttar fólk sig ekki á því hvað tölvuskjár er stór hluti af þeirri upplifun sem fylgir því að eiga góða tölvu. Að vera með lélegan skjá við góða tölvu er svipað að eiga nýjan og fínan bíl en keyra hann á gömlum og slitnum dekkjum. 

Af hverju skiptir máli að vera með rétta skjáinn?

 

Að vera með rétta skjáupplausn fyrir þau verkefni sem þú ert að vinna í á hverjum tíma sparar tíma og fyrirhöfn. Þá er nægt vinnuplás á skjánum þannig að skrun stórminnkar eða heyrir sögunni til.  Þegar þú velur skjá margborgar sig að hugsa vandlega um í hvað þú ætlar að nota skjáinn. Það er glettilega mikill munur á skjám sem eru ætlaðir til heimilsnota, til skrifstofuvinnu eða í grafíska vinnslu. 


Skjáir fyrir heimilið

Skjáir fyrir heimilið eru gjarnan með  glerfilmu sem gera myndir meira lifandi og bjartari. Slíkt hentar ekki ef verið er að vinna myndir til prentunar þar sem litir á skjám með glerfilmu skila öðruvísi litum en á prenti. Skjáir með glerfilmu henta einnig ekki þar sem gluggar eru fyrir aftan notandann en slíkt er algengt á skrifstofum. Snertiskjáir eru spennandi kostur fyrir þá sem nota Windows 8 stýrikerfið og fela í sér nýja upplifun við að skoða vefsíður, spila leiki og skoða myndir. 

 

Skjáir fyrir fyrirtæki

Með sífellt minni og nettari fartölvum og notkun spjaldtölva á vinnustöðum er í raun meiri þörf fyrir stóra og myndarlega skjái.  Vinnuvistfræði er mikilvæg enda verjum við oft löngum tíma fyrir framan tölvuskjái í vinnunni. Vinnuaðstaða skiptir sköpum í heilsu og framleiðni starfsmanna. Á vinnustöðum er gott að hafa skjái sem auðvelt er að stilla þörfum notandans. Nauðsynlegt er að hafa skjá með glampavörn og gott er að geta breytt hæð og sjónarhorni eftir því hvort menn vilja horfa á skjáinn í skammsniði (e. Portrait) eða langsniði (e. Landscape). 

Skjáir fyrir grafíska vinnslu

Þeir sem eru að kaupa skjái fyrir grafíska skjái ættu að velja skjái með vandaðri IPS skjámottu (e. Display panel) og hafi hærri upplausn en venjulegir skjáir sem ætlaðir til heimanota eða til notkunar á vinnustöðum. Skjáir í Ultrasharp línunni frá Dell eru dæmi um skjái sem ætlaðir eru fyrir grafíska vinnslu. Þeir henta sérstaklega vel í vinnslu fyrir kyrrmyndir eða hreyfimyndir. Þeir sem starfa í prentiðnaðinum ættu að skoða skjái með svokallaðri „Premiercolor“ tækni sem skilar hárnákvæmum litum. 

Ef þú velkist í vafa um hvernig skjá þú átt á fá þér þá endilega kíktu við til okkar í verslanir  Advania og fáðu ráðleggingar um hvaða skjár hentar þér.

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU