6.11.2013 | Blogg

Samþætting til sóknar

advania colors line
Ráðgjafafyrirtækið Gartner telur að fjórir kraftar muni hafa hvað mest áhrif á þróun upplýsingatækni í næstu framtíð; Cloud, Big Data, Mobile og Social. 

Samþætting mikilvægari en áður

Í dag snýst samþætting um miklu meira en að tengja saman tvö tölvukerfi á sama neti. Samþætting gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu upplýsingakerfa og býr til grunn til að nýta sem best þá tækni sem er að ryðja sér til rúms um þessar mundir. Hlutverk samþættingar í nútíma upplýsingakerfum er t.d.:
 • að láta upplýsingar streyma milli tölvukerfa óháð staðsetningu
 • tengjast snjalltækjum, framleiðslutækjum og búnaði hjá viðskiptavinum
 • stýra aðgangi ytri aðila að upplýsingum og þjónustum
 • besta viðskiptaferla, vakta þá og grípa inn í ef frávik koma upp
 • tryggja aðgang að gögnum og kerfum
 • að hafa skýra yfirsýn yfir upplýsingakerfi og þjónustur fyrirtækisins
 • gerir notkun upplýsingatækni einsleita og staðlaða 
 • ná sem bestri nýtingu á fjárfestingu í upplýsingatækni 
 

Ekki vera skýjaglópur

Hugtakið Cloudwashing er notað yfir það þegar hugbúnaðarframleiðendur bæta orðinu “Cloud” fyrir framan gamlar lausnir og setja í skýið án þess að þær uppfylli endilega væntingar notenda. Fyrirtæki sem hyggjast nota sér lausnir í skýinu þurfa að huga að ýmsu áður en þau taka það skref:

 • Tækni: Athugaðu hvort lausnin sé tæknilega þróuð fyrir skýið og að viðmót og vefþjónustuskil séu í samræmi við staðla.
 • Stjórnun: Gakktu úr skugga um að þú hafir nægilega stjórn á þeim þjónustum sem þú þarft að nota og hafir fullt aðgengi að þeim gögnum sem þú geymir. Öryggisreglur og aðgangsstýringar séu fullnægjandi.
 • Kostnaður: Algengt er að lausnir í skýinu séu verðlagðar eftir notkun. Því þarf að greina vel fyrirfram þá notkun sem nauðsynleg er, ekki síst í sambandi við vefþjónustuköll. Stundum þarf að breyta núverandi samþættingarferlum til að gera þá hagkvæmari.
 • Prófanir: Sé um að ræða mikilvægar lausnir svo sem CRM eða ERP kerfi þá er nauðsynlegt að þjónustuveitandi bjóði einhverskonar prófanaumhverfi til þess að notandinn geti prófað nýja eða breytta viðskiptaferla og samþættingu við eigin kerfi eða önnur kerfi í skýinu.
 • Útgáfustýring: Athugaðu hvernig þjónustuveitandinn stendur að útgáfustýringu og breytingum á lausnum og viðmóti

Staða Software AG og webMethods

Síðustu ár hefur Software AG lagt áherslu á að þróa sinn hugbúnað þannig að notendur hans geti haft sem mestan ávinning af þessa fjórum kröftum sem Gartner nefnir hér að ofan. Gartner staðsetur vörur Software AG, webMethods og ARIS á meðal þeirra fremstu á sviði samþættingar upplýsingakerfa og stýringu viðskiptaferla. Viðurkenningar af þessu tagi undirstrika að Software AG er með góðar lausnir á þessu sviði og skýra framtíðarsýn. 

Til að samþætta skýjalausnir við aðrar skýjalausnir eða eigin búnað geta notendur webMethods nýtt sér CloudStreams eininguna sem er með tenglum fyrir helstu SaaS þjónustuveitendur auk annarra eiginleika. 

Á sviði Big Data notar webMethods in-memory gagnagrunninn Terracotta til að vinna með mikið umfang af óformuðum gögnum og skeytamiðlarinn Nirvana er afkastamikið verkfæri til að flytja mikið magn af rauntímagögnum á stuttum tíma. 

Þá er í webMethods sérstök eining Mobile suite til að búa til lausnir fyrir snjalltæki og með InfoStreams má nýta samfélagsmiðla í viðskiptalegum ferlum.

 

Nýjustu útgáfur af webMethods og ARIS eru númer 9.5 og komu út í síðasta mánuði. Stefna Software AG er að gefa framvegis út nýjar útgáfur tvisvar á ári. Ef það heppnast vel ættu uppfærslur í framtíðinni að verða auðveldari og öruggari. Með hverri útgáfu eiga að koma viðbætur til að mæta nýjustu kröfum markaðarins og til að nýta sér þá tækni sem er leiðandi hverju sinni. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU