Hver er hagræðingin af skýjalausnum?

Mismunandi rekstrarform
Hýsing hjá fyrirtæki: Skrifstofa eða höfuðstöðvar fyrirtækis er með tölvuskáp eða herbergi þar sem tölvukerfi og hugbúnaður er hýstur.Ský: Fyrirtæki tengist þjónustum hjá hýsingaraðilum í gegnum Internetið. Um er að ræða tölvuumhverfi, hugbúnað eða gagnaveitur sem geta verið hýstar víða um heim.
Kostnaðarliður | Hýsing hjá fyrirtæki | Hýsing hjá hýsingaraðila | Ský |
Leyfiskostnaður |
Kaup/leiga | Leiga | Leiga/innifalið |
Vélbúnaður |
Kaup | Leiga | Skv. notkun |
Varabúnaður |
Kostnaður við kaup x3 | Kostnaður við leigu x2 | Innifalið |
Uppfærslur |
Kaup, leiga, skipulag og vinna | Vinna | Innifalið |
Diskar og stýringar |
Kaup í stökkum |
Kaup/aukning eftir þörfum | Innifalið |
Gagnamagn |
Kaup í stökkum |
Aukning eftir þörfum | Aukning/innifalið |
Rafmagn og kæling |
Búnaður + rekstur |
Innifalið | Innifalið |
Staðsetning |
Heima | Á Íslandi, oftast á höfuðborgarsvæðinu | Erlendis |
Niðurhal og flutningur |
Innlent | Innlent | Erlent |
Öryggi | Veltur á fjárfestingu og þekkingarstigi | Fer eftir hýsingaraðila | Öryggi mjög gott en sumt þarf að tryggja sérstaklega |
Þetta er ekki nákvæm skilgreining, en ég tel þetta nokkuð góða umræðupunkta, sérstaklega út frá því að margir stórir kostnaðarliðir haldast óbreyttir á milli rekstrarforma. Þar má nefna aðlögun, sérlausnir, viðskiptagreind og þjálfun starfsmanna og notenda.
Aðrir þættir sem skipta máli
- Aðgangurinn er ávallt yfir Internetið og því má segi að það sé hægt að vinna hvaðan sem er svo framarlega að viðkomandi sé nettengdur
- Ég tel að tölvutæknin haldi áfram að taka stórstígum framförum, atvinnulífinu til hagsbóta og að skýjalausnir hjálpi sömuleiðis við að fyrirtæki verji meiri tíma og peningum í eigin viðskipti og rekstur
- Mikill kostur er falinn í því að skýjalausnir gera fyrirtækjum kleift að láta aðra um að uppfæra og reka tölvukerfin. Vilja ekki allir bara opna tölvuna og byrja að vinna strax?
Verðdæmi
Ég lýk þessari bloggfærslu með verðdæmi. Til að einfalda samanburðinn geng ég út frá því að um sé að ræða nýstofnað fyrirtæki. Ég sleppi kostnaði sem er óháður því hvernig rekstri tölvukerfa er háttað, t.d. einkatölvur og nettengingar. Fyrirtækið er lítið nýsköpunarfyrirtæki með flotta viðskiptahugmynd, forstjóra, markaðsstjóra, aðstoðarmann og einn snilling. Kröfurnar eru einfaldar, allir vinna í öllu (nema snillingurinn sem passar „vöruna“), koma þarf fyrirtækinu á framfæri og fjármagn er af skornum skammti.
Hér er það sem þarf:
Skrifstofuhugbúnaður | Vefþjónn og viðmót |
Bókhald | Skjalageymsla |
Fjarvinnsla | Tölvupóstur |
Samstarfsgrunnur | Vélbúnaður fyrir sýndarumhverfi |
Útreikningurinn