BitCoin námurnar á Reykjanesi

Útsynningur góður fyrir ofurtölvurnar
Með nýja gagnaverinu fjölgar þeim tölvum sem Advania hýsir fyrir viðskiptavini sína í gagnaverin upp í 3,300 en af þeim eru 2,500 í Mjölni. Nýja gagnaverið notar um 8,5 megavött að jafnaði en lögð er áherslu á góða orkunýtingu. Svokallað PUE gildi er aðeins 1.05 sem verður að teljast mjög gott á heimsvísu og er í raun næstum því einstakt. PUE stendur fyrir Power Usage Effectiveness og er mælikvarði á nýtingu orkunnar sem fer í raunverulega vinnslu tölvubúnaðarins í gagnaverinu. Þessi hagkvæmna orkunotkun kemur til af því að við nýtum náttúrulega kælingu en eins og allir vita er kalt og að jafnaði frekar vindasamt á Íslandi og við nýtum það til hins ítrasta. Kalt loft er tekið inn um hliðarnar á gagnaverunum og kalda loftið leitt eftir „köldum gangi“ að rekkunum með tölvubúnaðinum. Þegar loftið hefur hitnað er það leitt í gegnum „heitan gang“ og út í gegnum túður á þaki. Heita loftið er einnig notað til að jafna hitastig inn í gagnaverunum.
Ör vöxtur í Bitcon og Bitcoin námugreftri
Svokalluð „Bitcoin mining“ eða Bitcoin námavinnsla er ört vaxandi og mikilvægur þáttur í gagnaversiðnaði nútímans. Bitcoin rafeyririnn kom fyrst til sögunnar í janúar 2009 og í desember 2014 hefur þessi nýi gjaldmiðill náð 4 milljarða dollara markaðsvirði samkvæmt vefnum
Hvernig virkar Bitcoin?
Eins og svo margt annað á Internetinu sem hefur valdið miklum breytingum þá keyrir Bitcoin rafeyrir á svokölluðu jafningjaneti (Peer to Peer). Notandi stofnar Bitcoin veski á tölvu eða snjalltæki. Þá getur hann tekið á móti eða framkvæmt greiðslur á svipaðan hátt og þegar tölvupóstur er sendur og mótttekin. Haldið er utan um allar viðskiptafærslur í kerfinu í rafrænni höfuðbók sem kallast „Block Chain“
Nýr Bitcoin rafeyrir kemur inn í kerfið með svokallaðri námuvinnslu (mining). Í stuttu máli gengur námavinnsla út á að öflugur tölvubúnaður leysir stærðfræðijöfnur. Þær verða sífellt flóknari eftir því sem tíminn líður enda er Bitcoin kerfið þannig úr garði gert að fjöldi útgefinna Bitcoin rafpeninga er takmarkaður. Hjá Advania hýsum við mikið af tölvubúnaði fyrir viðskiptavini sem stunda Bitcoin námugröft. Það er því ekki fjarri lagi að kalla gagnaverin okkar námur þó ekki séu þar notaðar gröfur, hakar eða skóflur heldur öflugar tölvur! Nánari útlistun á hvernig Bitcoin virkar má finna á vefsvææðinu Bitcoin.org.
Mikill vöxtur framundan
- Fjöldi rafrænna peningafærslna fór upp í 283 milljarða árið 2010
- Þjónustuaðilar aðrir en bankar sem bjóða greiðsluþjónustu hafa aukið markaðshlutdeild sína upp í 21% á árinu 2013
- Árið 2013 fór fjöldi greiðslna á netinu yfir 30 milljarða og verðmæti þeirra var rúmlega 2 trilljónir dollara
- Farsímagreiðslum fjölgaði um helming á árinu 2013. Þá var fjöldi þeirra um 17 milljarða færslum að verðmæti 150 milljarða dollara
Heimild: CapGemini , Efma, RBS. The 8th Annual World Payments Report 2012.
Standist spár um aukna notkun og eftirspurn eftir Bitcoin rafeyri mun þessi þáttur tölvuvinnslu aukast mjög í gagnaverum okkar. Margt bendir til þess að sú verði raunin.
Hér fyrir neðan er stutt myndband sem við gerðum um byggingu gagnaverana síðastliðið sumar.